Fréttablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 52
Ég held að Ég hafi alveg þurft að sanna mig fyrir þeim en ekki öfugt. mÉr fannst sú til- finning góð og eitthvað rÉtt við hana. Júníus Meyvant EP Record Records ★★★★★ Það er eitthvað kunnuglegt við Júní- us Meyvant, Eyjapeyja á þrítugsaldri sem hefur fengið talsverða spilun á ljósvakamiðlum á undanförnu ári. Það er að þakka frambærilegum slag- ara, „Color Decay“, sem hefur yljað Íslendingum um hjartarætur síðan kuldasumarið mikla 2014. Tónlist Júníusar myndi vafalaust teljast til svokallaðrar „freak-folk,“ tónlistarstefnu sem má segja að sam- eini sálar-, þjóðlaga-og sveitatónlist í hippagallanum með dassi af töfrum í formi faglegra strengja-og blásturs- hljóðfæraútsetninga. Stefnan, sem ruddi sér til rúms í Bandaríkjunum á 7. áratug síðustu aldar en var líklega fullkomnuð í byrjun þess áttunda í Stóra-Bretlandi, hefur sprungið út með miklum hvelli á síðasta áratug. Í fyrstu læddist hún hægt með sveitum eins og Grizzly Bear eða Fleet Foxes en nú virðist ómögulegt að fara í svo mikið sem Bónus eða sjá stiklu úr væntanlegri kvikmynd án þess að undir hljómi tónlist úr þessum ranni. Það er líklega það sem er svo kunnug- legt. Á þessu ári kom út stuttskífan EP (fyndið) sem inniheldur fjögur lög en þar á meðal er áðurnefndur slagari. Platan hefst á laginu „Hailslide“, sem er í sálarlegri kantinum. Strengjaút- setningin í laginu er alveg á Curtis Mayfield-leveli og lúðrarnir negla algerlega „stækkun“ lagsins í virkilega hlýrri og skemmtilegri melódíu. Lang- besta lagið af þeim fjórum. „Color Decay“ fylgir í kjölfarið en vinsældir þess eru auðskildar. Fínar raddanir, strengir rúmlega í lagi og meira að segja sing-along kafli. Síðari lögin tvö, „Gold Laces“ og „Signals“, eru í rólegri kantinum, vel unnin en blæbrigða- minni en upphafssmellirnir tveir. EP er, eins og áður segir, stuttskífa og því erfitt að dæma hana sem ein- hvers konar „listræna heild,“ en það verður líklega þróunin með flesta popptónlist héðan í frá. Í öllu falli er hér á ferðinni efnilegur tónlistarmað- ur. Júníus er ekki að finna upp hjólið enda engin þörf á því. Miðað við þessa byrjun hefur hann fundið fjölina sína, sem hann má gjarnan halda áfram að hefla og slípa til. Björn Teitsson NiðuRstaða: Grípandi lög. Þægileg áhlustunar og laus við alla stæla. Virkilega frambærileg byrjun hjá efnilegum tónlistarmanni. kunnugleg sveitasælusál H E I L S U R Ú M A R G H !!! 2 41 11 5 Stærð: 90x200cm Verð: 83.709 kr.- Tilboð: 66.967 kr. Stærð: 120x200cm Verð: 98.036 kr. Tilboð: 78.429 kr. Stærð: 153x200cm Verð: 124.620 kr. Tilboð: 99.696 kr. ROYAL CORINNA ÞAÐ LÍÐUR AÐ JÓLUM Þægileg millistíf dýna með fimm-svæðaskiptu poka-gorma kerfi og góðann mjúkan topp ásamt hörðum PU-leðurklæddum botni á stál löppum „Ég var eiginlega bara fengin til að leika í einu lagi til að byrja með. Svo gekk þetta svo ótrú- lega vel og passaði svo vel við efnið að það var bætt við nýju og nýju lagi og á endanum var ég að spila í öllum lögunum og komin í bandið. Þetta vatt bara svona upp á sig,“ segir harmon- ikkuleikarinn Margrét glöð í bragði. Hún segir upptökurnar hafa gengið stórvel og ber Bubba vel söguna. „Það var svo ótrúlega gott að vinna með honum. Hann er náttúrulega búinn að vera að þessu svo lengi og búinn að vinna með alls konar fólki og fattar að hver og einn kemur með eitthvað í verkefnið.“ Platan var tekin upp á átta dögum og er Margrét stolt af því að hafa tekið þátt í verkefninu en hún hefur lengi fylgst með Bubba. „Tónlistin hans er búin að fylgja mér frá því ég var lítil. Þetta var alveg smá draumur, ég hefði alveg verið himinlifandi ef þetta hefði bara verið eitt lag, þetta var eitthvað svona sem mann hafði alltaf langað að prófa. Draumurinn bara sprengdi alveg utan af sér,“ segir hún og hlær. draumurinn vatt upp á sig „Þetta byrjaði allt með draumi en áður en mig dreymdi þá var ég búinn að ganga með þetta í maganum í ævi- langan tíma,“ segir tónlistarmaður- inn Bubbi Morthens þegar hann er spurður út í plötuna 18 konur sem kemur út í dag. Á plötunni spila þær Margrét Arn- ardóttir, Ingibjörg Elsu Turchi, Bryn- hildur Oddsdóttir og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir með tónlistarmannin- um en hann hafði lengi langað til þess að gera plötu einungis með konum. „Ég fékk þessa hugmynd fyrst ’82 eða eitthvað svoleiðis, þá fór ég að hugsa að það væri gaman að gera plötu bara með konum,“ segir Bubbi og bætir við að svo líði tíminn. Það voru ákveðnar draumfarir sem hrintu honum út í verkefnið en hann segir drauminn hafa verið sláandi skýran. „Mig dreymdi að ég væri á Þing- völlum að veiða en ég var staddur á mjög skrýtnum stað. Ég var að veiða í Drekkingarhyl um hásumar að kvöldi til. Mér fannst þetta mjög skrýtið í draumnum, hvað ég væri eiginlega að gera þarna,“ segir Bubbi og heldur áfram: „Svo gerist það að þar sem ég er að kasta flugunni í hylinn þá byrjar hann að bólgna og upp koma pokar. Í pokunum eru andlit kvennanna sem hafði verið drekkt. Þetta var svo sláandi skýr draumur og ég sagði vin- konu minni frá þessu og hún sagði mér að þetta væri skýrt merki um að ég ætti að semja um konurnar sem var drekkt í Drekkingarhyl, það er upp- hafið að þessu verkefni.“ Í kjölfarið samdi Bubbi lagið 18 konur, sem ber sama heiti og platan sjálf en það er dregið af því að 18 konum var drekkt í Drekkingarhyl á Þingvöllum. Konum var þar drekkt fyrir skírlífisbrot og var síðustu kon- unni drekkt í hylnum árið 1749. „Þegar ég er búin að semja þetta lag þá fer ég að hugsa að tími sé kominn til að gera plötu með bara kvenkyns undirleikurum og platan fjallar meira og minna um konur,“ segir hann og eftir að hafa haft samband við þær Brynhildi, Margréti, Ingibjörgu og Sólrúnu og spurt þær hvort þær vildu vinna með sér fór boltinn að rúlla og úr varð platan sem kemur út í dag og verður hægt að nálgast á vefnum Ton- list.is. Bubbi er ánægður með verkefnið og það ekki einungis vegna þess að honum þykir platan og efni hennar vel heppnað. „Ég er líka rosalega glaður í hjarta mínu af því að dóttir mín, sem er sex ára, sá myndina af okkur og hún horfir á hana og kemur til mín og segir: Vá pabbi, þetta eru allt konur. Þá fékk ég líka þessa tilfinningu að þetta væri hvetjandi fyrir ungar stelpur. Að þetta væri einhvers konar fyrirmynd fyrir þær að sjá þetta.“ Hljómsveitin ber nafnið Spaða- drottningarnar og leggur hún land undir fót á komandi ári. „Við förum til Færeyja að spila á festivali eftir ára- mót. Nú er ég í tveimur hljómsveitum, Dimmu og Spaðadrottningunum. Ég gæti ekki verið hamingjusamari,“ segir Bubbi og skellir upp úr. „Mér finnst þetta pínulítið vera draumur sem er að rætast.“ Bubbi segir orkuna hafa verið bæði kraftmikla og jákvæða þegar platan var tekin upp og segir að sér finnist hann hafa þurft að sanna sig fyrir Spaðadrottningunum. „Ég held að ég hafi alveg þurft að sanna mig fyrir þeim en ekki öfugt. Mér fannst sú tilfinning góð og eitthvað rétt við hana,“ segir hann og heldur áfram: „Ég varð að sanna fyrir þeim að það sem við værum að gera væri rétt og þær þyrftu ekki að efast um mig.“ Hann leggur einnig áherslu á að Spaða- drottningarnar standi fyrst og fremst sem frábærir hljóðfæraleik- arar og þess vegna hafi hann valið þær til verksins. „Þetta eru frábærir hljóðfæraleikarar og þær standa sem slíkar. Ég hefði aldrei gert þessa plötu nema vera með alveg frábæra hljóðfæraleikara, það er algjörlega á hreinu.“ gydaloa @frettabladid.is hófst allt með draumi um drekkingarhyl Í dag gefur tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens út plötuna 18 konur en um undirleik á plötunni sjá þær Margrét Arnardóttir, Ingibjörg Elsu Turchi, Brynhildur Oddsdóttir og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir. Sólrún, Brynhildur, Bubbi, Margrét og Ingibjörg leika saman á plötunni 18 konur. Mynd/SpeSSI 1 . d E s E M b E R 2 0 1 5 Þ R i ð J u d a G u R32 L í f i ð ∙ f R É t t a b L a ð i ð Lífið 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 4 9 -8 0 3 8 1 7 4 9 -7 E F C 1 7 4 9 -7 D C 0 1 7 4 9 -7 C 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.