Fréttablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 28
Porsche 911 carrera Finnur Thorlacius reynsluekur F yrir stuttu bauðst greinarritara að reyna nýja gerð Porsche 911 Carr­ era og Carrera S. Ekki er um að ræða nýja kynslóð bílsins heldur fremur andlitslyftingu hans en þó er ein verulega stór breyting á bíln­ um, þ.e. hann er nú fyrsta sinni með forþjöppum, en slíkt hefur áður þótt hrein helgispjöll. Núverandi kynslóð Porsche 911 ber framleiðslunúmerið 991 og því má segja að fyrst hafi komið 991:1 og nú sé komið að 991:2. Sú ráðstöfun Porsche að útbúa vélar Porsche Carrera forþjöppum er vegna síuaukinna krafna um minnkandi eyðslu bíla þeirra sem annarra og þessi aðferð er líklega einfaldasta leiðin til þess án þess að minnka afl bílanna. Það tókst Porsche aldeilis, því ný gerð Carrera er nú 20 hestöflum öflugri, fer úr 350 hestöflum í 370 og Carrera S úr 400 hestöflum í 420. Carrera og Carrera S eru nú með 3,0 lítra sprengirými, en Carrera var með 3,4 lítra vél og Carrera S 3,8 l. Þessi aukning afls er því ári mögnuð með svo minnkað sprengirými. Tenerife óskastaður til prófana Eyjan Tenerife varð fyrir valinu í reynslu­ akstri Porsche að þessu sinni og um 400 blaðamenn alls staðar að úr heiminum streymdu þangað í síðasta mánuði til að prófa bílinn, tveir þeirra frá Íslandi. Ten erife er ein Kanaríeyjanna og skartar hún hæsta fjalli Spánar, Teide, sem er 3.718 metra hátt. Þangað lá einmitt leiðin í reynsluakstrinum og var ekið allt upp í um 2.300 metra hæð en fara þarf í lyftu til að ná toppi fjallsins, sem ekki var þó í boði þessu sinni. Leiðin upp var hlykkjótt og á tíðum brött og vart var hægt að finna skemmtilegri aðstæður til að prófa þennan bíl, því ekki er nóg með að hann geti farið hratt á beinum köflum heldur elskar hann líka að fara hratt í beygjurnar og svo til engir bílar liggja eins vel og þessi í beygjum. Vel var hægt að setja bílinn á örskotsstundu á þriðja hundraðið þegar beygjumergðinni sleppti, en ekki var síður skemmtilegt að láta hann dansa í beygjunum og finna hvers þessi ótrúlegi bíll er megnugur. Í hverjum bíl voru tveir ökumenn og skipt­ umst við landarnir á að aka. Hræddum við líftóruna hvor úr öðrum í því markmiði að komast að mörkum getu bílsins og það krefst sannarlega fullrar athygli við aksturinn og Engin takmörk fyrir bætingu hjá PorschE Nýjum Porsche 911 Carrera reynsluekið á Tenerife. Fær nú í fyrst skipti forþjöppu. Sprengirými minnkar úr 3,4 l í 3,0 l en afl eykst og eyðsla og mengun minnkar. Hálf súrrealískt er að aka 420 hestafla bíl sem eyðir um 7 lítrum. Porsche 911 er engum líkur sportbíll og Porsche tekst sífellt að bæta þennan kostagrip. HARÐKORNAdekk Rannsóknir fagaðila tala sínu máli... Samkvæmt rannsókn Sweden Vej og Traficc Institut (VTI *) á vetrardekkjum komu Harðkornadekkin mun betur út en önnur þekkt merki á markaðnum, m.a. þegar skoðuð var virkni dekkjanna við frostmark. Við þær aðstæður verða flest óhöpp í umferðinni. Einnig kom í ljós að nagladekk höfðu lengri bremsuvega- lengd bæði á blautu og þurru malbiki, en við þær aðstæður er ekið 98% af tímanum s.s. á höfuðborgarsvæðinu. Harðkornadekk ættu því að vera fyrsti kosturinn fyrir þá sem vilja auka öryggi sitt og stuðla að betra umhverfi, þar sem þau valda hverfandi svifryki og eru endurnýtt hráefni. Traustir og kröfuharðir íslenskir viðskiptavinir okkar eru sama sinnis. www.hardkor nadekk.is 611 7799 PANTIÐ Á: panta@hardk ornadekk.is ...öruggust www.hardkornadekk.is/pages/profanir-dekk* í prófunum* bílar Fréttablaðið 6 1. desember 2015 ÞRIÐJUDAGUR 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 4 9 -7 6 5 8 1 7 4 9 -7 5 1 C 1 7 4 9 -7 3 E 0 1 7 4 9 -7 2 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.