Fréttablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 29
3,01 l bensínvél, 370 hestöfl Afturhjóladrif Eyðsla 7,4 l/100 km í bl. akstri Mengun 169 g/km CO2 Hröðun 4,2 sek. Hámarkshraði 295 km/klst. Verð 19.490.000 kr. Umboð Bílabúð Benna l Aksturseiginleikar l Glæsileiki l Eyðsla l Fundust ekki Porsche 911 carrera hvorugur tók eftir því að svitinn spratt fram líkt og við værum í spretthlaupi. „Launch control“ og fáránlega góðar bremsur Þegar komið var niður af fjallinu var endað við yfirgefið hafnar- svæði í bænum Santa Cruz og þar var búið að útbúa braut til prófun- ar á „launch control“-sprettbún- aði bílsins, svigakstri og mögn- uðum bremsubúnaði hans. Ekki var það heldur leiðinlegt og sýndi ennfremur hversu fáránlega góður bíll hér er á ferð. Á örstutt- um kafla fór hann í 140 km hraða og þá skildi bremsað af öllu afli og bíllinn stöðvaðist á svo lítilli vega- lengd að ökumaður hreinlega trúði því ekki. Góður bremsubúnaður bílsins kom reyndar í góðar þarf- ir oftar, ekki síst er páfugl kom skokkandi á móti þegar komið var úr einni beygjunni á leiðinni að Teide. Óvíst er hverjum brá meira, okkur eða fuglinum. Að sjálfsögðu er 911 Carrera orðinn sneggri en forverinn og fer sprettinn í 100 á 4,2 sekúnd- um með PDK-sjálfskiptingunni og með Sport Plus stillinguna á. Samsvarandi tími Carrera S er 3,9 sekúndur. Það eru ekki bara fleiri hestöfl sem ýta undir snerp- una heldur fæst aukið tog nú á lægra snúningi og eins merkilegt og það er þá hjálpa forþjöppurn- ar bílnum mikið á lágum snún- ingi, eitthvað sem maður á ekki að venjast. Lítið breytt útlit og lægra verð Útlit 911-bílsins hefur ekki breyst mikið með þessari andlitslyftingu, en þó hefur merkilega miklu verið skipt út. Hann er með ný LED-aðal- ljós og -aftur ljós, nýja brettalínu, húdd og upplýsingakerfi, svo eitt- hvað sé nefnt. Aðalbreytingin er í vélar húsinu. Margir hafa haft áhyggjur af hljóði vélarinnar með forþjöppu, en flestir voru sammála um það að ef eitthvað er hljómi vélin nú enn betur og það forþjöppuhljóð sem margir þekkja úr svo búnum bílum er ekki til staðar, heldur áfram grimmt og djúpt hljóð kraftavélar. Rafræn stýrisaðstoð er í bílnum nú eins og í forveranum og hefur Porsche tekist að bæta hana enn og tilfinningin fyrir framhjólunum til stýrisins er góð, öndvert við marg- an annan bílinn með slíkri aðstoð. Nú er hægt að fá 911 Carrera með beygjuaðstoð á aftari öxli og eykur það annars frábæra aksturs- getu bílsins og gerir beygjuradíus hans einkar lítinn. Annar aukabún- aður sem fá má nú er loftpúðafjöðr- un að framan sem lyftir bílnum um allt að 3 cm ef fara skal yfir hindr- anir. Gæti verið æskilegur búnað- ur í hraðahindranabiluðu landi sem hérlendis. Eitt það besta við þennan breytta Porsche 911 Carrera er það að hann lækkar í verði og kostar nú undir 20 milljónum, en það gerði forver- inn ekki. Þökk sé því að hann lækk- ar um vörugjaldsflokk vegna minni mengunar. JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is 1 Hinn nýi Porsche 911 kominn í 2.250 metra hæð á leiðinni upp Teide-fjall á Tenerife. 2 Þvílíkar lúxusinnréttingar ávallt hjá Porsche. 3 Sprett var úr spori á gamla hafnarsvæðinu í St. Cruz og „launch control“ búnaðurinn prófaður og bremsurnar. 1 2 3 Fréttablaðið 7BílarÞRIÐJUDAGUR 1. desember 2015 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 4 9 -7 6 5 8 1 7 4 9 -7 5 1 C 1 7 4 9 -7 3 E 0 1 7 4 9 -7 2 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.