Fréttablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 10
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Nú er vetur! Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ S805-10D 135cm ál snjóskófla 2.595 S805-4L 170CM ál snjóskafa 2.190 Rúðuskafa 165Hálkusalt 5 kg 585 Rúðuvökvi -18°C 4 lítrar 740 Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN Sími 587 2123 FJÖRÐUR Sími 555 4789 SELFOSS Sími 482 3949 Bættu árangurinn! Íþróttagleraugu með og án styrkleika. Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Gæði og g læsileiki e ndalaust ú rval af há gæða flísu m Tekjur af erlendum ferðamönnum námu um 303 milljörðum króna á síðasta ári. FréTTablaðið/Vilhelm efnahagsmál Í dag birtir Hagstofan upplýsingar um þjónustujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Að mati Hagfræðideildar Landsbank- ans er ekki ástæða til annars en að ætla að tekjur af erlendum ferða- mönnum aukist verulega á milli ára. Tekjur af erlendum ferðamönn- um námu um 303 milljörðum króna á síðasta ári, eða 28 prósentum alls útflutnings frá landinu. Í fréttabréfi sínu í gær gerði hagfræðideildin grein fyrir því hvernig tekjur af ferðamönnum hafa haldist í hendur við fjölda og fjölgun ferðamanna sem fer í gegnum Keflavíkurflug- völl. Talsverð fjölgun varð á ferða- mönnum á þriðja ársfjórðungi frá því á sama tímabili fyrir ári og gera má því ráð fyrir að tekjurnar verði eftir því. – sg Búist við meiri tekjum af ferðamönnum Velferðarmál Af fjórtán sjúkling- um á réttar- og öryggisgeðdeildum Landspítala hefur helmingur náð nægilega góðri heilsu til að útskrif- ast af spítalanum en ónæg búsetuúr- ræði koma í veg fyrir það. „Þessir sjúklingar þurfa að vera hjá okkur því annars fara þeir á götuna. Við getum ekki leyft það af siðferðislegum ástæðum. Varðandi sjúklinga á réttargeðdeild höfum við ekki heldur leyfi til þess því við vinnum eftir dómi,“ segir Guð- mundur Sævar Sævarsson, deildar- stjóri öryggis- og réttargeðdeildar- þjónustu spítalans. Sumir hafa beðið í að minnsta kosti ár eftir viðeigandi búsetuúr- ræði en húsnæðið þarf að bjóða upp á aðhald, ramma og eftirlit. „Það er ekki í boði að þessir ein- staklingar fari inn á aðstandendur. Þetta er fólk með langa sögu veik- inda og getur valdið skaða eða gert eitthvað af sér ef það veikist aftur. Það þarf að vera undir eftirliti og það er á ábyrgð samfélagsins að sjá til þess,“ segir Sævar. Á öryggisgeðdeild eru sjúklingar sem sviptir hafa verið sjálfræði lagð- ir inn og eru rúm fyrir átta sjúklinga. Í dag eru þó níu manns á deildinni. „Við sinnum ekki lengur meðferð á þessum sjúklingum og þannig eru deildirnar notaðar sem geymslur. Um leið getum við ekki tekið á móti sjúklingum sem við ættum að vera að sinna. Þeir eru fastir á Hring- braut,“ segir Guðmundur. Alls bíða 30 til 40 geðfatlaðir eftir búsetuúrræði í Reykjavík og þar af tveir af þessum tveimur deildum. Stefán Eiríksson, sviðsstjóri vel- ferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir átak hafa verið gert með samstarfi velferðarsviðs og geðsviðs spítalans. Um áramót voru sextán sjúklingar Meðferð lokið en sitja fastir á geðdeildunum Dæmi eru um sjúklinga á réttar- og öryggisgeðdeildum sem hafa beðið í ár eftir búsetuúrræði. Deildarstjóri á Landspítalanum segir fólk dæmt til geymslu og að samfélagið beri ábyrgð. Þriðjungur sjúklinganna bíður húsnæðis í Reykjavík. 14 sjúklingar eru á réttar- og öryggisgeðdeild landspítalans. helmingur hefur lokið meðferð en hefur engan samastað. FréTTablaðið/anTon Það er ekki í boði að þessir einstaklingar fari inn á aðstandendur. Þetta er fólk með langa sögu veikinda og getur valdið skaða eða gert eitthvað af sér ef það veikist aftur. Guðmundur Sævar Sævarsson deildarstjóri öryggis- og réttar- geðdeildarþjón- ustu Landspítalans sem höfðu lokið meðferð settir á lista og hafa fimmtán af þeim fengið búsetuúrræði. Þar af fjórir af örygg- is- og réttargeðdeild. „Síðan hafa tveir sjúklingar af þessum deildum bæst við á listann á síðustu mánuðum. Þeir bíða nú eftir úrræði hjá okkur eða öðru úrræði sem ríkið þyrfti að sjá um þar sem venjuleg úrræði á vegum sveitar- félaga duga ekki í sumum tilfellum,“ segir Stefán. erlabjorg@frettabladid.is 7 sjúklingar hafa lokið með- ferð og bíða húsnæðis. 1 . d e s e m b e r 2 0 1 5 Þ r I ð J U d a g U r10 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 4 9 -9 3 F 8 1 7 4 9 -9 2 B C 1 7 4 9 -9 1 8 0 1 7 4 9 -9 0 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.