Fréttablaðið - 01.12.2015, Síða 10

Fréttablaðið - 01.12.2015, Síða 10
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Nú er vetur! Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ S805-10D 135cm ál snjóskófla 2.595 S805-4L 170CM ál snjóskafa 2.190 Rúðuskafa 165Hálkusalt 5 kg 585 Rúðuvökvi -18°C 4 lítrar 740 Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN Sími 587 2123 FJÖRÐUR Sími 555 4789 SELFOSS Sími 482 3949 Bættu árangurinn! Íþróttagleraugu með og án styrkleika. Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Gæði og g læsileiki e ndalaust ú rval af há gæða flísu m Tekjur af erlendum ferðamönnum námu um 303 milljörðum króna á síðasta ári. FréTTablaðið/Vilhelm efnahagsmál Í dag birtir Hagstofan upplýsingar um þjónustujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Að mati Hagfræðideildar Landsbank- ans er ekki ástæða til annars en að ætla að tekjur af erlendum ferða- mönnum aukist verulega á milli ára. Tekjur af erlendum ferðamönn- um námu um 303 milljörðum króna á síðasta ári, eða 28 prósentum alls útflutnings frá landinu. Í fréttabréfi sínu í gær gerði hagfræðideildin grein fyrir því hvernig tekjur af ferðamönnum hafa haldist í hendur við fjölda og fjölgun ferðamanna sem fer í gegnum Keflavíkurflug- völl. Talsverð fjölgun varð á ferða- mönnum á þriðja ársfjórðungi frá því á sama tímabili fyrir ári og gera má því ráð fyrir að tekjurnar verði eftir því. – sg Búist við meiri tekjum af ferðamönnum Velferðarmál Af fjórtán sjúkling- um á réttar- og öryggisgeðdeildum Landspítala hefur helmingur náð nægilega góðri heilsu til að útskrif- ast af spítalanum en ónæg búsetuúr- ræði koma í veg fyrir það. „Þessir sjúklingar þurfa að vera hjá okkur því annars fara þeir á götuna. Við getum ekki leyft það af siðferðislegum ástæðum. Varðandi sjúklinga á réttargeðdeild höfum við ekki heldur leyfi til þess því við vinnum eftir dómi,“ segir Guð- mundur Sævar Sævarsson, deildar- stjóri öryggis- og réttargeðdeildar- þjónustu spítalans. Sumir hafa beðið í að minnsta kosti ár eftir viðeigandi búsetuúr- ræði en húsnæðið þarf að bjóða upp á aðhald, ramma og eftirlit. „Það er ekki í boði að þessir ein- staklingar fari inn á aðstandendur. Þetta er fólk með langa sögu veik- inda og getur valdið skaða eða gert eitthvað af sér ef það veikist aftur. Það þarf að vera undir eftirliti og það er á ábyrgð samfélagsins að sjá til þess,“ segir Sævar. Á öryggisgeðdeild eru sjúklingar sem sviptir hafa verið sjálfræði lagð- ir inn og eru rúm fyrir átta sjúklinga. Í dag eru þó níu manns á deildinni. „Við sinnum ekki lengur meðferð á þessum sjúklingum og þannig eru deildirnar notaðar sem geymslur. Um leið getum við ekki tekið á móti sjúklingum sem við ættum að vera að sinna. Þeir eru fastir á Hring- braut,“ segir Guðmundur. Alls bíða 30 til 40 geðfatlaðir eftir búsetuúrræði í Reykjavík og þar af tveir af þessum tveimur deildum. Stefán Eiríksson, sviðsstjóri vel- ferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir átak hafa verið gert með samstarfi velferðarsviðs og geðsviðs spítalans. Um áramót voru sextán sjúklingar Meðferð lokið en sitja fastir á geðdeildunum Dæmi eru um sjúklinga á réttar- og öryggisgeðdeildum sem hafa beðið í ár eftir búsetuúrræði. Deildarstjóri á Landspítalanum segir fólk dæmt til geymslu og að samfélagið beri ábyrgð. Þriðjungur sjúklinganna bíður húsnæðis í Reykjavík. 14 sjúklingar eru á réttar- og öryggisgeðdeild landspítalans. helmingur hefur lokið meðferð en hefur engan samastað. FréTTablaðið/anTon Það er ekki í boði að þessir einstaklingar fari inn á aðstandendur. Þetta er fólk með langa sögu veikinda og getur valdið skaða eða gert eitthvað af sér ef það veikist aftur. Guðmundur Sævar Sævarsson deildarstjóri öryggis- og réttar- geðdeildarþjón- ustu Landspítalans sem höfðu lokið meðferð settir á lista og hafa fimmtán af þeim fengið búsetuúrræði. Þar af fjórir af örygg- is- og réttargeðdeild. „Síðan hafa tveir sjúklingar af þessum deildum bæst við á listann á síðustu mánuðum. Þeir bíða nú eftir úrræði hjá okkur eða öðru úrræði sem ríkið þyrfti að sjá um þar sem venjuleg úrræði á vegum sveitar- félaga duga ekki í sumum tilfellum,“ segir Stefán. erlabjorg@frettabladid.is 7 sjúklingar hafa lokið með- ferð og bíða húsnæðis. 1 . d e s e m b e r 2 0 1 5 Þ r I ð J U d a g U r10 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 4 9 -9 3 F 8 1 7 4 9 -9 2 B C 1 7 4 9 -9 1 8 0 1 7 4 9 -9 0 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.