Húnavaka - 01.05.1999, Síða 129
11 ÚNAVAKA
127
inga. Þeir vildu ekki koma í kaffi en Jón kom heim með mér því að ég
bauð honum far með mér í Hof um leið og ég sækti vörubílinn í Marðar-
núp en hann var þar frá því um morguninn. I sama mund og við vorum
búnir að ganga frá hestunum sáum við lil Einars og Björns koma utan
veginn. Þeir fóru hægt því að Einar var búinn að ríða undan. Brá ég þá
snarlega við og sótti viskíflösku og veifaði til þeirra þótt þeir væru aðeins
komnir framhjá. Þeir sáu mig á sokkaleistunum uppi \'ið þjóðveginn með
flöskuna og sneru strax við og fengu sér gúlsopa úr flöskunni, komu í
bæinn og þáðu kaffi og meðlæti. Margt bar á góma í gamni og alvöru á
meðan ekki þraut viskíið sem gerðist þó að lokum. Björn og Einar riðu
þá heimleiðis úr hlaði á Stóru-Giljá. Sárt þótd mér þegar ég mundi eftir
því þegar þeir voru farnir að gleymst hafði að bjóða Einari að laga undir
hesdnum.
Næst var safnað liði til þess að fara með Jón og ná í vörubílinn. Sig-
urður og Þóra voru fengin dl að keyra og Helga kona mín kom með. A
Hofi tók Gísli bóndi á mód okkur á hlaðinu. Hann var þar á dráttarvél
með ámoksturstækjum sem á voru heilir og hálfir garðar úr fjárhúsun-
um. Norður á mel logaði glatt í þess liáttar góssi sem var verið að eyða
vegna riðuniðurskurðar. Gísli taldi rétt að sýna mér hvernig hann verkaði
hákarl áður en gengið væri til stofu. Hafi mér nokkurn tíma ofboðið
áður var nú bætt á það við að sjá allt það magn sem þarna hékk uppi.
Þegar til stofu var gengið voru þar dýrar veigar á borðum og hákarl eins
og hver gat skolað niður með brennivíni. Meira að segja ég sem aldrei
hef getað étið hákarl slafraði þessu ofan í mig með sæmilegri lyst. Sig-
urðnr og Þóra sóttu vörubílinn og tóku okkur Helgu með í bakaleiðinni.
Því má bæta við að eftir þessar göngur fannst ekki fé á Sauðadal það
haustið. Það er frekar sjaldgæft að svo sé þarna inni á milli byggðanna.
Skráfí 24. nóvember 1988.
Kennileiti sem nefnd eru í greininni eru skráð samkvæmt númeraðri örnefnaskrá
um Sauöadal 7. október 1997.
Draugaflá 292, Þrívörðuás í Marðarnúpslandi austan Draugaflár, Sauðadalur 227,
Mjóidalur 223, Geldingaöxl 226, Krossdalir 301, Seljárdalur 300, Sandfell 299, Svart-
fell 294, Tröllagilsdrög 296, Tröllá 298, Fremstilækur 234, Gaflstjörn 284, Seljárskarð
er austan í Svínadalsfjalli á móts við Hrafnabjörg, Hólsárskarð er austan í S\ ínadals-
fjalli milli Snæringsstaða og Ljótshóla, Ystulækjardrög 287, Axlir 282, Sóleyjardalir
276, Miðlækur 289, Geirhildarhólar 266, Kórar 278, Kirkja 271, Geirhildarlækur 269,
Svartiskurður 258, Gíslahlíð 259, Ranaskálarlækur 257, Svartiskurður 258, Ranaskál-
arlækjargil 257, Selhnjúkur 243, Urðarrétt 247, Hnausasel 209, Mosaskarðshólar 326,
Bakdalir 332, Jörundarfell 325, Selhnjúksgil 242, Stóraskál 238, Holtaselsskriða 349,
Stórikrókur við ána norðan Bakrangursstalla 350, Mjóadalsgirðing norðan Mjóa-
dalsár 235.