Húnavaka - 01.05.2000, Blaðsíða 41
H Ú N A V A K A
39
alltaf á ferðinni og þetta var eilítið utan við kúa- og hrossasmalasvæði
hans. En umtalið, sögurnar og sveitaspjallið komust til eyrna hans. Hann
heyrði um það að bara venjulegir klaufar, sem kunnu varla að halda á
hamri eða beita sög, væru orðnir „gervismiðir" hjá hernáminu og þén-
uðu morð fjár.
Bróðir minn Hermann, seinna prófessor í Edinborg, var þá í Mennta-
skólanum á Akureyri, smíðaði meira að segja fyrir Bretann en Hemmi
var frekar klaufskur til smíða. Eg sá hann telja hýruna þegar hann var
búinn að merja þumalputtana hjá þegnum Georgs konungs og hann
taldi 20-30 fimmkalla. Eg hafði aldrei séð slíka summu á einum stað.
Á melnum milli Kvennaskólans og gamla hvíta kaupfélagshússins reis
upp braggaþyrping þar sem um 300,breskum hermönnum var hrúgað
saman. Braggarnir voru hin mesta hrákasmíði, gerðir úr bogum úr stáli
og klæddir ógalvaniseruðu bárujárni. Til einangrunar var haft trétex sem
í daglegu tali var kallað Bretapappi. Gluggaborur voru hafðar á öðrum
gaflinum. I þeim voru rúður ílagðar stálvír eða svokallað Bretagler. Gler
þetta var mikið notað þar sem loftárásarhætta var á ferðum en glerbrot
dreifðust ekki um allt eins og af venjulegu gleri, þegar rúður sprungu. I
hinum enda braggans var gjarnan hlaðinn arinn að hábreskum sið. En
augljóst er að eldstæðið í öðrum enda braggans hefur lítt hlýjað upp
þennan fátæklega einangraða geim.
Innrás þriggja hundraða ungra manna í þrjú hundruð og fímmtíu
manna þorp orsakaði náttúrlega heilmikla forvitni hjá kvenfólkinu og
ótta og andúð hjá karlpeningnum. En yfirvöldin höfðu góða stjórn á
öllu. Mesta hættan þótti steðja að kvennaskólanum með 20-30 ungpíum
á besta aldri en skólinn var, eins og áður er getið, í jaðri braggahverfisins.
Voru nú settar strangar reglur um líferni stúlknanna, til dæmis máttu
þær einungis vera úti við í tvo tíma á dag, klukkan flmm til sjö, að mig
minnir. Tókst vel að passa stúlkurnar og fréttist ekkert af ólifnaði eða
smáskotum milli setuliðsins og kvennaskólastúlknanna.
Þó fréttist af einhverju „ástandi“ hjá kvenfólki á Blönduósi. Til dæmis
nýtti ein piparmey á góðum aldri sér aðstæðurnar og naut lífins meðan
tækifæri gafst. Einnig heyrði ég að Blönduósingur hefði átt leið í fjárhús-
kofa sinn óvænt og komið þar að hermanni og ungri stúlku úr sveitinni
við ástaleik í heytuggu í garðanum.
Stundum var ég sendur niður á Blönduós til að ná í eitthvert lítilræði
úr verslun. Hálfvegis var ég hræddur við hermennina sem gengu alltaf
um með byssu og með hjálm á höfðinu. Þeir voru allt í kringum bragga-
hverfið í varðskúrum, við Blöndubrúna og úti á bryggju. Eitt sinn er ég
var úti hjá kaupfélaginu heyrðist skyndilega í flugvél. Þá varð aldeilis
handagangur í öskjunni. Dátarnir alvopnaðir ruddust niður í skotgraf-
irnar og í sandpokavirkin og bjuggust til varnar. Aldrei sást flugvélin en