Húnavaka - 01.05.2000, Blaðsíða 132
130
HUNAVAKA
Mönnum hættir stundum til að gleyma þeim þætti í fornri vináttu að
vinir eigi helst að vera sama sinnis, hafa sameiginleg áhugamál og
hugsjónir. Ætlast var til að góðir vinir létu sér geðjast að sömu hlutum,
eins og ráðið verður af spakmæli sem skráð var suður í Rómi nokkru fyrir
Krists burð og hljóðar svo í gamalli þýðingu: „Sú er ein örugg vinátta
milli vina að annar vilji slíkt sem annar, og annar vilji eigi slíkt sem annar
vill eigi.“ Agreiningur með vinum getur valdið sundrungu og jafnvel
dauða, enda ráða Hugsvinnsmál mönnum að þeir skulu vægja fyrir
vinum. Góðvinir geta orðið ósammála, en þeir ættu þó ekki að láta slíkt
sundra vináttunni.
Oþekktur höfundur gerði um þetta vandamál merkilega dæmisögu
sem er varðveitt í Fóstbræðra sögu, og mætti endursegja hana í skömmu
máli á þessa lund: Tveir frændur alast upp saman vestur í Olafsdal, og
er löngum mjög vingott með þeim fóstbræðrum. En þetta eru
óknyttasnáðar í uppvexd, glettast við aldraða kerlingu á bænum og hljóta
svofelld ummæli af vörum hennar sem verða að áhrínsorðum: „Spá mun
eg ykkur spá. Svo vel sent nú er með ykkur, þá munuð þið verst skilja
ykkar vinféngi." Svo líður og bíður og ekkert illt gerist með þeim. Þeir
fara til Noregs, eins og aðrir ungir landar í þann tíð, dveljast þar einn
vetur, kaupa sér skip og halda því heimleiðis.
Þá velkir lengi í hafi, og þegar þeir eru komnir á Borgarfjörð síðla um
haust, skilur þá á um landtöku: annar vildi halda til Straumfjarðar en
hinn var ákafur að sigla fyrir jökul og alla leið inn að Dögurðarnesi. Þessi
misklíð batt skjótan endi á ævilanga vináttu. „Þeir fóstbræður voru svo
reiðir að jteir tóku til vopna, en menn gættu þeirra svo að ekki varð að.“
Þeir tóku land í Straumfirði, og síðan töluðust |reir aldrei við fyrr en
fimmtudaginn eftir páska vorið eftir. Þá á annar þeirra leið fram hjá
heimili hins, sem kallar á eftir honum. „Og er þeir finnast, leggur hvor
þeirra í gegnum annan og falla jafnsnemma." Eina ástæðan fyrir
fjandskap þeirra var sú að þeir báru ekki gæfu til að korna sér saman um
tiltekinn hlut. Slíkur þverbrestur var á vinfengi þeirra.
4. Vinátta og frændsemi
Orðið frændi merkti upphaflega „vin“, rétt eins og skyldu orðin friend á
ensku og Freund á þýsku. í fornmáli gat frændi einnig merkt „vin“, þótt
það geri það nú ekki lengur. Upphaflega var hér um að ræða lýsingarhátt
nútíðar af sögninni að frjá „að elska,“ en merkingin „ættingi, skyldmenni,
kynsmaður" þróaðist í norrænum tungum. Nú er það athygli vert að
orðið vinur er komið af stofni sem rnerkti „ást“, og er það af sömu rót
og sögnin að una og Venus, heitið á ástargyðju Rómverja.