Húnavaka - 01.05.2000, Blaðsíða 94
92
HUNAVAKA
• Búseturöskun á íslandi hefur gengið enn hraðar eftir 1990 en fyrr
og kannanir benda lil að svo verði áfram. Nettótap landsbyggðarinn-
ar verður þá 3-3,5% íbúanna á ári.
• Aðeins 9% Islendinga búa í dreifbýli á móti 15-26% á hinum Norður-
löndunum.
• Frá um 1970 hefur landsbyggðarþéttbýli vaxið á öðrum Norðurlönd-
um sem öflugt mótvægi við höfuðborgarsvæði. Sú er ekki raunin
hérlendis.15
Staðarmenning og vinna með hana skapar skólum ómetanleg tæki-
færi til að taka þátt í að bæta menntakostina á hverjum stað og leggja
þannig sitt af mörkum til að hamla gegn núverandi búsetubreydngum.
Miðstýringin í skólakerfmu á liðnum áratugum hefur meðal annars leitt
til þess að megnið af námsefni skóla er samið með heiltæk markmið í
huga, hin sömu fyrir alla jafnt, hvar sem þeir kunna að eiga heima. Þetta
leiðir til þess að nemendur dreifðra byggða finna litla eða enga tilvísun
dl þess sem þeir eru að fjalla um og oftar en ekki leiðir þetta til þess að
skólar á landsbyggðinni mennta fólk í burtu í stað þess að mennta það
heim. Markmiðið má samt ekki verða það að rækta heimótdr, heldur er
markmiðið að mennta fólk sem er tilbúið til þess að takast á við líf og
störf hvarvetna á landinu, fólk sem er víðsýnt og hefur skilning á mann-
líft og náttúru við fjölbreydlegar aðstæður.
Það að skilgreina staðarmenninguna og þau viðfangsefni sem gefast á
hverjum stað er ekki eins erfitt og virðast kann \'ið fyrstu sýn. I raun má
ganga út frá grundvallarsetningu flestra uppeldisfræðikenninga: Hvað
er barn? Við breytum spurningunni aðeins á þann veg að spyrja: Hvað er
Skagaströnd, Blönduós, Blöndudalur, Þing, o.s.frv., allt efdr því hvar við
erum stödd. I svarinu liggur lausnin og okkar er aðeins að opna augun
fyrir henni. Við þurfum og eigum að taka mið af því mannlífi sem er og
hefur verið lifað á viðkomandi landssvæði ásamt því að gefa sérstakan
gaum að landfræðilegu og náttúrufræðilegu umhverfi. Sé það gert verða
viðfangsefnin óþrjótandi. Nefna má fáein augljós dæmi:
• Ornefni - af hverju heita Kálfshamarsvík, Skúlahorn, Þingeyrar og
Svínavatn þessum nöfnum?
• Náttúrunytjar til lands og sjávar - hvernig hafa menn nýtt og nýta
náttúrulegt umhverfi sitt dl lofts, láðs og lagar?
• Fólksflutningar og íjölskyldusaga. Búferlaflutningar úr dreifbýli í
þéttbýli, af landsbyggð á höfuðborgarsvæði, frá Islandi dl útlanda, og
áhrif þessa á einstaklinga og fjölskyldur þeirra.
• Umhverfismengun og umhverfisvernd - hvaða áhrif hafa nútímasam-
félög á náttúrulegt umhverfi sitt?