Húnavaka - 01.05.2000, Blaðsíða 159
HALLDORJ. EGILSSON:
Ferðalag á jólanótt
Þessi frásögn birtist í blábi í Kanada í þætti sem nefndist Islenskar sagnir.
Ái ið 1877 átti ég heimili á Kagaðarhóli í Torfalækjarhreppi eða Ásum,
sem nú kallast (áður Kolkumýrar), í Húnavatnssýslu á Islandi.
Á aðfangadag jóla áðurnefnt ár komu að Kagaðarhóli umboðsmaður
Stephan Stephensen sem þá bjó á Holtastöðum í Langadal (bróðir
Magnúsar Stephensen landshöfðingja), Lárus Blöndal sýslumaður
Húnvetninga og meðreiðarsveinn hans. Höföu þeir sýslumaður verið
næturgestir á Holtastöðum nóttina fyrir.
Stephensen biður mig að fylgja sýslumanni skemmstu leið yfír Ásana.
Var sú leið aldrei farin vegna ófærðar nema þegar jörð var frosin eins og
þá var. Stephensen vissi að ég var vel kunnugur þeirri leið og að ég hafði
hest á járnum, ungan og ágætan reiðhest. Sýslumaður vildi komast
skemmstu leið heim til sín að Kornsá í Vatnsdal fvrir jólahátíöina. Eg var
fús til fylgdar.
Það var besta veður en þó ekki bjart til fjalla, lítið snjóföl á jörðu, rétt
sporrækt eins og kallað er. Fylgdi ég sýslumanni vestur yfír Ásana og
vestur í Þingið á þjóðbraut fram í Vatnsdalinn og sneri þar til baka heim
á leið. Eg brá mér heim að Reykjum á Reykjabraut þar sem faðir minn,
Egill Halldórsson, bjó þá. Stóð ég þar við eftir góðgerðum til klukkan
sex eftir hádegi. Heimilisfólkið vildi helst ekki sleppa mér burtu, þó ekki
fyrir það að ég mundi ekki rata heim, heldur fyrir vinfengi mitt og
jólahátíðina í hönd farandi. Á heimili mínu, Kagaðarhóli, var enginn
karlmaður utan unglingspiltur og ég hafði þar alla umsjón utan bæjar
þótt ég ætd þar ekki húsum að ráða. Hafði ég lofað að koma heim fyrir
kvöldið, var því fastlega vonast eftir heimkomu minni og var mér því eigi
hægt að verða við ósk vinafólks og ættingja á Reykjum.
Á Reykjum átti heima gamall maður, Bjarni Magnússon að nafni, var
ég uppáhald ganrla mannsins. Þegar ég er að kveðja fólkið segir Bjarni:
„Farðu ekki heim í kvöld, Dóri minn.“ „Því ekki?“ varð mér að orði,
brosandi. „Það segir fátt af einum,“ sagði gamli maðurinn. Þegar ég
kvaddi hann, leit hann eins og bænaraugum dl mín að ég færi hvergi.
Eg var eins viss um að rata heim dl mín þetta kvöld - að öllu sjálfráðu -