Húnavaka - 01.05.2005, Page 23
II U N A V A K A
21
Vegagerðarmenn á Þingvöllum í skemmtiferb 1941. Fremsta röð: Halldór
Stefánsson Brekkubæ, Zophónías Zophóniasson yngri, Sigþór Stemgrímsson og
Brynleifur Steingrímsson. Næsta röð: Zophónías Zophóníasson bifreiðastjóri,
Jónas Vermundsson, Bjarni Pálsson Olafshúsi, Sumarliði Tómasson og
Rögnvaldur Sumarliðason. Aftasta röð: ValdimarJóhannsson (stóri),
Guðmundur Agnarsson verkstjóri, fyrir aftan hann Jóhann Hannesson, Pétur
Þorláksson, Steingrímur Davíðsson vegavinnuverkstjóri, Hannes Ólafsson
verkstjóri, Svava Steingiímsdóttir, Inguar Björnsson kennari, Páll Bjarnason
Ólafshúsi og Haukur Steingrímsson.
sumar. Þá fórum við á hverju kvöldi eftir vinnu í glóðvolga Vatnsdalsána
og fannst það mjög þægilegt. Sérstaklega tókum við eftir hvað hestun-
um leið illa á daginn því að það var svo mikið mýbit. Þeir voru oft blóð-
risa. Við reyndum að drepa flugurnar í eyrunum á þeim eða fæla þær
burtu en það bar lítinn árangur.
Við í vinnuflokknum vorum með skrínukost til vikunnar með okkur
en keyptum ntjólk á bæjunum. Auk þess að vera kúskur, sem kallað var,
hafði ég það aukastarf að sækja mjólkina heim á bæina.
I vegavinnunni fékk kúskurinn í hendur hest og kerru en þá var möl-
in flutt í veginn á hestakerru. 1 kaup fékk ég 50 aura á tímann eða 5
krónur á dag því að vinnudagurinn var 10 tímar. Einnig fengu bændurn-
ir, sem lánuðu hesta fyrir kerrurnar í vegavinnuna, eitthvað greitt fyrir
það. Þá var kaup verkamannanna 90 aurar á tímann.
Arið 1941 tóku vegagerðarmennirnir sig saman og fóru í skemmti-
ferðalag. Zophonías Zophoníasson, bílstjóri, var fenginn til ferðarinnar á