Húnavaka - 01.05.2005, Síða 36
GRIMUR GISLASON, Blönduósi:
Hugleiðing á aðventu
Nú þegar jólahátíðin var að nálgast skaut þ\ í upp í huga mér hvernig að-
ventan haíði verið á barnsárum mínum, fyrir 70 til 75 árum. Þá rak ég
mig strax á það, hversu gjörólík hún var í endurminningunni, því sem
hún er í dag.
A þeim árum var jólafastan þessi árlegi fasti tími til undirbúnings jól-
anna sem einkenndist af miklu annríki í baðstofunni við það „að koma
ull í fat“. Eins og það var orðað þegar ullin var táð, kembd, spunnin og
úr bandinu prjónað eða ofinn dúkur, bæði í ytri og innri klæði fólksins.
Það mátti enginn „fara í jólaköttinn“. Það þýddi að allir á heimilinu
þurftu að fá einhverja gjöf og hún var í fæstum tilfellum sótt í kaupstað-
inn heldur unnin heima í forrni einhverrar flíkur, svo sem vettlinga,
leppa í skóna, trefils, húfu eða einhvers annars sem kom að notum og
gladdi viðtakandann.
Jólagjafirnar vorn flestar heimaunnar á þessum árum enda lítið um
úrval slíkrar vöru í verslunum. Jú, tvennt var það sem sjálfsagt þótti að
sækja í kaupstaðinn og það voru kerti og spil. Það þurftum við börnin
að minnsta kosti að fá í jólapokanum. Hann var þannig gerður að alla-
vega litur gljápappír var klipptur niður í mjóar ræmur og pokinn ofinn
þannig að hann varð rúðóttur og nokkurs konar keðja var fléttuð í sömu
litum til jress að bregða utan um greinarnar á jólatrénu. Svo vantaði
kannski eitthvað í jólabaksturinn eða möndlu í jólagrautinn og eitthvert
sælgæti þurfti að vera í jólapakkanum handa okkur börnunum. Þá voru
jjað helst nokkrir brjóstsykurs- og súkkulaðimolar og epli, ef þau höfðu
þá fengist og verið hægt að flytja þau heirn vegna frosta. Eplailmurinn
tilheyrði aðeins jólunum og boðaði að þau væru á næsta leiti.
A þessum árum voru samgöngutækin ekki önnur er postularnir. Það
var að fara labbandi með reiðingshest í taumi eða fyrir sleða, sem sjálf-
sagt þótti, ef ísalög voru komin á Vatnsdalsá. Það, að húsmæðurnar eða
börnin færu í kaupstaðinn fyrir jólin, var með öllu óþekktur munaður
og í mörgum tilfellum óframkvæmanlegur. Venjulega kom jólaferðin í
hlut bóndans, ef slík ferð var á annað borð farin, sem alls ekki var frá öll-
um bæjum. Því að oft var lítið til þess að kaupa fyrir og þá ekki um neinn
aðkeyptan munað að ræða vegna jólahátíðarinnar.
Jólagjafirnar voru því yfirleitt fábrotnar. Að fá bók í jólapakkanum var
kærkomið og minnast skal þess að á þessum árum barst börnum á Is-