Húnavaka - 01.05.2005, Page 38
36
H U N A V A K A
Ájóladagsmorgun færði mamma okkur systkinunum súkkulaði í rúm-
ið með stórum skammti af kökum sem við máttum treina okkur eftir þ\í
sem okkur langaði til. Sjálfur jólamaturinn var um miðjan daginn. Þá var
hangikjötið borið frarn nteð laufabrauði og sætsúpa ásamt fleiru sem til
hátíðabrigða var á borðum. Eftirmiðdagskaffíð var með rjómatertu og
fjölbreyttum kökum.
Ekki þótti hæfa að spila á spil á jóladag en annar jóladagur var notað-
ur til margs konar dægrastyttingar, spila, fara í leiki og gagnkvæm heim-
boð voru tíðkuð þann dag milli grannbæja. Eru þau ærið minnisstæð frá
barnsárum mínum þ\í að stórar og barnmargar fjölskyldur voru nær því
á öllum bæjunum í kringum okkur börnin í Þórormstungu.
Ekki minnist ég þess að aftansöngur væri í Undirfellskirkju á aðfanga-
dagskvöld eða gamlárskvöld enda ekki hægt um vik í ljósleysi og við
frumstæðar samgöngur. Jólaguðþjónusta var jafnan annaðhvort ájóla-
daginn sjálfan eða annan dag jóla. Undantekning var að börn sæktu
kirkju um jólin, fyrst og fremst vegna samgönguerfiðleika.
Mér er minnisstætt þegar sr. Þorsteinn B. Gíslason í Steinnesi kom ríð-
andi fram að Undirfelli til guðþjónustu. Það kostaði ærinn tíma og erfiði
í misjöfnu veðri og færi. Hann var sjaldnast einn á ferð. Tveir bændur
úr Sveinsstaðahreppi komu gjarnan með honum að vetrinum, annað-
hvort Kristján Vigfússon, bóndi í Vatnsdalshólum eðajón Hallgrímsson,
bóndi á Hnjúki. Á þessum árum og mikið lengur náði Undirfellssókn út
að Hnjúki að vestan en að Bjarnastöðum að austanverðu í dalnum. Jón á
Hnjúki átti því kirkjusókn að Undirfelli. Organisti í Undirfellskirkju á
þessum árum var Þorsteinn Konráðsson, bóndi á Eyjólfsstöðum. Að jafn-
aði sungu með honum, Kristján Blöndal, bóndi á Gilssstöðum og Kristján
Sigurðsson, kennari á Brúsastöðum. Ekki mun hafa verið um söngæfmg-
ar að ræða og sungu menn að eigin smekk en mér eru raddir þessara
manna mjög minnisstæðar, einkum þó hljómfögur bassarödd Kristjáns
kennara. Fyrir kom að kvenfólk syngi í kirkjunni og mér er Rannveig
Stefánsdóttir á Flögu minnisstæðust og Emelía Blöndal á Gilsstöðum.
Voru jiær báðar músíkalskar og spiluðu á orgel.
Við skulum festa okkur í minni að á þessum árum var ekkert rafmagn,
enginn sími, ekki útvarp og engin brú á vatnsföllum nema á Hnansak\ ísl-
inni. Hún var byggð árið 1919 og svo var Blöndubrúin gamla sem byggð
var árið 1897. Hún er nú á Svartá undan bænum Steiná en jiað er önnur
saga. Fleira mætti upp telja, svo sem breytt húsakynni, breyttur tækjakost-
ur og síðast en ekki síst fátt fólk til þess að bera uppi félagslega þætti og
þar á meðal helgihald og kirkjusókn. Hvað sem öllum þessum breyting-
um sem orðið hafa líður, skulum við vera minnug þess að nú í kvöld
erum við stödd í sögufrægustu kirkju héraðs okkar, á sögufrægasta höf-
uðbóli Húnavatnsþings og fögnum jólahátíðinni sem eins og fy’rr flytur
okkur boðskap um gagnkvæman góðhug og frið með öllum mönnum.
Meginefni hugleiðingar sem Jlutt var í Þingeyrakirkju 12. desember 1998.