Húnavaka - 01.05.2005, Page 42
JON BJORNSSON frá Húnsstöðum:
Skör járntjaldsins
Höfundur fór á árunum 2003 og 2004 á reíöhjóli frá Gdansk í Póllandi um
níu þjódlönd subur og austur til Istanbúl í tveimur áfóngum. Eflirfarandi kaf-
ar, frá Póllandi og Úkraínu, eru úr drögum að ferðasögu sem hann nú vinnur
að.
Laskowski
Ferjan lenti í Gdansk um hádegisbilið. Borgin er nálægt botni flóans að
vestan. Þar ern einnig hafnarborgin Gdynia, alkunn úr skipafréttum Rík-
isútvarpsins til margra ára, og baðstrandarbærinn Sopot. Saman eru þær
kallaðar Þríborgin. Fyxst átti ég erindi til Sopot. Þar bjuggu uppi á fjórðu
hæð í blokk, við rnikil þrengsli, Stanislaw og Olenka Laskowski. Hann
eftírlaunaþegi, fyrrum sendifulltrúi Póllands á Islandi, núverandi ræðis-
maður Islands í Póllandi.
Ævisögur Pólverja eru yfirleitt dramatískar og það á sérstaklega \’ið séu
þeir orðnir rosknir. Stanislaw er ekki undantekning frá þessari reglu en
hann hefnr ritað sína sögu, hún hefnr verið gefin út á íslensku og ætti
efnisins vegna sannarlega skilið betra nafn en Myrkur örvæntingar. Birta
vonar sem skár mundi henta ástarsögu skurðlæknis og hjúkrunarfræð-
ings.
Skömmu fyrir suíðsbyijun fæddist Stanislaw í Ukraínu sem þá var und-
ir pólskri stjórn. Hann ólst upp í pólskri föðurlandsdýrkun, sannkaþólsk-
um og andgyðinglegum anda, sem var ekki óvenjuleg blanda á pólskum
heimilum. I stríðsbyijun 1939 afhentu Þjóðverjar þáverandi samherjum
sínum, Sovétmönnum, landsvæðið en tóku það aftur þegar vináttan var
úti. Stanislaw ólst upp \iö að Þjóðveijar útrýmdu öllum Gyðingum í þorp-
inu, Sovétmenn drápu Ukraínumenn en Sovétmenn og Ukraínumenn
sameinuðust um að drepa Pólverja. Sovétmenn dæmdu föður hans til
dauða af pólitískum ástæðum, náðuðu hann síðan en drápu samt. Þá var
fjölskyldan, móðirin með ung börn, send í útlegð austur á steppurnar í
Kasakstan, austur og norður af Kaspíahafi, af því hún var skaðvaldur og
greinilegur óvinnr sovésku þjóðarinnar. Þar var þessu fólki ætlað að
þjóna á samyrkjubúi en ekki mulið undir það í húsnæði og mat. Þau