Húnavaka - 01.05.2005, Side 44
42
H U N A V A K A
hjónin mér ýmsar lífsreglur. Aldrei skyldi ég láta föggur mínar úr aug-
sýn utanhúss, ekki vera einn á ferð drukkinn, ekki síðla nætur og ekki í
vafasömum hverfum. Sérstaklega tóku þau mér vara fyrir að þetta þrennt
færi saman, því þá yrði ég vísast bæði barinn og rændur. Olenka skaut
því að mér að feitlagnir ungir menn, sem færu saman í hóp, krúnurakað-
ir, í áletruðum bolum og bæru merki iðjuleysis, væru varasamir. Stan-
islaw sagði að Pólveijar væru ekki minni ökufantar en Islendingar og að
einu leytinu miklu verri. Það væru útúrdrukknir og algjörlega óútreikn-
anlegir bændur á dráttarvélum á vegum úd, einkum síðdegis og um helg-
ar. Það væri undir hælinn lagt hvort þeir væru vakandi undir stýri eða
víndauðir og það kynni að vera happadrj'gra íyrir mig að hjóla viljandi út
í skurð fremur en mæta þeim. Þarna í litlu stofunni þeirra í upphafi ferð-
ar hljómaði þetta ískyggilega en ég komst að því síðar að þetta var sagt af
þeirri kurteisi sem felst í að tala óþarflega illa um sitt eigið. Hafí svona
bændur verið á ferð í Póllandi vorið 2003, þá voru þeir annars staðar en
á mínum vegum. Að lokum leysti Olenka mig út með eplaforða sem ent-
ist mér langt suður í Pólland, en eplin höfðu sprottið í hennar eigin
garði og tóku úðuðum, sprautuðum og órotnanlegum búðareplum fram
að ágæti.
Skiltagerðin í Sopot
Sopot-búar voru að undirbúa sumarið og komu ferðamanna að vestan,
mála hlið og girðingar eftir sandfokið í vor og vetur, dytta að söluskálum
og setja upp auglýsingaskilti sem lofuðu öllu fögru. Enn voru flest veit-
ingahús lokuð en niðri við sjó var vertshús þar sem ég gat fengið djúp-
steikta smálúðu og bjór. Eg settist með þennan feng út við vegg. Einnig
þarna bjuggu menn sig undir ferðamannatíðina, því í miðjum salnum
lá stórt auglýsingaskild upp í loft ofan á fjórum borðum. Veitingakonan
vann að því ásamt tveimur stöllum sínum, líklega dóttur og vinkonu, að
setja ginnandi fyrirheit á skiltið. Eiginmaðurinn hafði reist stiga upp á
þak til að festa það upp að svo búnu og beið óþolinmóður. Kannski var
hans beðið á kránni. Ég hafði ekkert þarfara við að vera meðan ég borð-
aði en að fylgjast með vinnu kvennanna. Þær böfðu lausa stafi úr plasd,
um það bil 20 cm háa, og límbáru bakhliðina. Þetta voru hagsýnar kon-
ur á þann veg að þær vildu koma sem mestu ntáli fyrir á skiltínu, helst öll-
um matseðlinum, aðalréttum, meðlæti, drykkjarföngum, verði í evrum
og slotíum ásamt fyrirheitum um að þetta væri eftir atvikum ferskt, ný-
veitt, grænt og ljúffengt. Þær höfðu þ\'í stutt bil á milli lína, orða og stafa,
en stundum entist línan illa undir inntakið og þá létu þær í sparnaðar-
skyni síðustu stafina skarast svolítið og afnámu bil milli orða alveg. Sum-
ar línur byrjuðu því vel en enduðu illa. I augum manns sem hefur í
allmörg ár vanist mínímalískum auglýsingum sem stundum eru að aug-