Húnavaka - 01.05.2005, Síða 46
44
H U N A V A K A
Gdansk
Það er fyrst minnst á Gdansk á níundu öld í upphafi pólskrar sögu. Þorp-
ið hét þá Gyddanyzc og hefði tæpast nokkurn tíma komist til vegs með
svo óárennilegu nafni. Norðurhluti Póllands var langtímum saman und-
ir Þjóðverjum eða a.m.k. þýskum áhrifum og þá festist við borgina heitið
Danzig, sem er stórum viðráðanlegra. Eftir fyrri heimsstyrjöldina var
borgin gerð að fríríki sem Þjóðabandalagið hugðist ábyrgjast. Þá var
borgin enn að mestu leyti þýsk og í henni er upp runninn þýski rithöf-
undurinn Gunther Grass, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum. í Danzig
gerist skáldsaga hans Blikktromman og þar komst dvergurinn Oskar, sem
aldrei fullorðnaðist, í samband við heiminn með því að berja trumbuna
sína. Hún sagði honum fréttir af framtíðinni og því sem áður hafði gerst
og fáir vissu eða engir. Meðal annars sagði hún honum söguna af hinum
einkennilega getnaði Agnesar, móður hans.
Þannig var að Anna Bronski, amma hans, átti fímm pils og klæddist
ávallt fjórum í einu meðan það fimmta var í þvotti. Kvöld eitt þegar hún
sat eftir langan vinnudag úti á kartöfluakri og steikti sér nýtíndar kart-
öflur yfir eldi, sá hún til þriggja manna á hlaupum. Langfremstur fór lít-
ill maður og feitlaginn, strokufangi að nafni Koljaiczek, en jjað vissi hún
ekki þá því hann var henni bláókunnugur. A eftir fóru tveir lögreglu-
menn sem vildu handsama hann. Af samhygð með hinum ofsótta og eins
hinu að ekki sást til hennar í húminu, 1)40 hún pilsunum fjórum. Kolja-
iczek skreið umsvifalaust inn undir þau í hvarf og hún settist á hann
ofan. Þegar lögreglumennina bar að spurðu þeir hvort hún hefði séð til
mannaferða en hún hafði engar séð en bauð hvorum sína kartöfluna.
Meðan þeir tvístigu frammi fyrir henni sitjandi, ranghvolfdi hún augun-
um allt í einu og ákallaði að þ\4 er virtist upp úr þurru helstu dýrlinga og
var bersýnilega brugðið. Það var af því Koljaiczek hafði neytt þess færis
sem honum bauðst undir pilsunum eftir langt kvenmannsleysi. Lögreglu-
mennirnir sneru frá og tilkynntu að fanginn væri týndur. Þegar kvöld-
myrkrið var sigið niður yfir akurinn og öllu orðið óhætt, hleypti Anna
strokufanganum undan pilsunum. Einnig hann fékk nýsteikta kartöflu,
en síðan setti Anna léttari körfuna upp á bakið á honum en tók sjálf þá
Jjyngri. Þannig byrjaði sambúð þeirra og þau gengu heim, hún þá
þunguð af Agnesi, móður Oskars. Þetta og mörg önnur leyndarmál gat
Óskar orðið áskynja um með því að berja blikktrommuna. Sjálfur ólst
hann upp í Danzig, oft við erfiðan kost, einkum eftir að stríðið skall á og
jDaðan fór hann á flótta með Þjóðverjunum úr borginni. í Kosciuszki-götu
hafa Gdansk-búar látið gera eirmynd af Óskari litla sitjandi á bekk með
kjuðana á lofti, trommandi fram atburðarás þessarar miklu sögu.
Þegar sá hvert stefndi undir stríðslokin vildu Þjóðverjar ekki vera um
k)Trt í Gdansk, heldur ekki þeir sem áttu þar langar rætur, og flúðu í hið