Húnavaka - 01.05.2005, Page 48
46
HUNAVAK.A
aði þýska tungu eða pólska, hafði ráðið nokkru um straum sögunnar sem
reif það frá rótum sínum. Grimmdin og illskan rata ekki bara til sinna.
Skýringar
Eg yfirgaf Gdansk snemma morguns í köldu en sól og ætlaði að eystri
kvísl Vislu, sem næst ósnum og yfir hana með ferju. Fyrst lenti ég á villi-
götum í úthverfunum, svo vegleysum og varð að snúa viö. Rétta leiðin lá
yfir stálbitabrú með löngum aðdraganda og þungri umferð, en sem bet-
ur fer var bjóla- og göngubraut og hún var aðgreind með liárri brík frá
bílunum. Þegar ég hafði farið langan veg út á brúna, þrengdist hún
skyndilega og varð ófær fyrir hjólið með kerruna. Það var ekki pláss til að
snúa við, ég var kominn of langt til að bakka. Sagði ekki Elvis: „If you are
looking for trouble, you have come to the right place“? Eg átti ekki um
annað að velja en taka farangurinn upp úr kerrunni, losa kerruna frá
hjólinu og lyfta öllu þessu yfir bríkina inn í bílaumferðina og vona að
enginn dræpi mig meðan ég möndlaði þetta saman á nýjan leik.
Hvers vegna var ég staddur í þrengslum á stálbitabrú, sitjandi á reið-
hjóli og hvert var ég að fara?
Það voru liðin tvö ár frá því ég losaði mig úr föstu starfi, þá 53ja ára, yf-
irgaf metorðastigann og öryggistilfmningu hinna sívaxandi lífeyrisrétt-
inda í skiptum fyrir rneiri tíma og frelsi. I kaupbæti fékk ég tækifæri til að
reyna að búa dl úr mér öðruvísi mann. Síðan hafði ég farið pílagríms-
leiðina til Santiago de Compostela á reiðhjóli, um 2200 km um Suður-
Frakkland og Norður-Spán og ég hafði skrifað um það bók. Það hafði
verið gjöfult og ég hafði nú afráðið að fara aðra ferð og skrifa aðra bók.
Af hverju reiðhjól? Ég hef enga ástríðu til hjólreiða en á hjóli ferðast
ég á hæfilegum hraða. Ut um lestar- eða bílglugga sjást einvörðungu
hreyfðar augnabliksmyndir og engir hinna mikilsverðu smámuna. Gang-
andi maður nennir ekki að leggja forvitnilegar lykkjur á leið sína. Að
ferðast er ekki að vera fyrst staddur á einum stað, svo öðrum, heldur hitt
sem er milli áfangastaðanna. Það er að finna svita í holhöndinni, sólbit á
nefinu, sjá maurana míga á mann þegar maður leggst fyrir utan við veg-
kantinn, að finna samhengi þreytunnar og vegalengdarinnar. Það er líka
tómið til að íhuga gaumgæfilega síðasta náttstað og fá sífellt sterkari
heimvon eftir næsta áfangastað eftir því sem líður á daginn. I flugvél er
maður tekinn upp á einum stað, settur samhengislaust niður á þeim
næsta, maður ferðast þá eiginlega ekki, heldur hefur viðkomu og er á
stangli. Ég hef heyrt af reikandi fólki suður í Afríku, sem hafði fyrir sið að
ganga aldrei nema þrjá daga en bíða þá einn eftir sálinni sem gat ekki
einu sinni haldið í við gönguhraða og hefði ella orðið eftir. Eg hef tekið
eftir sérstaklega mörgum eftirlegusálum á stórum flugvöllum. A ferða-