Húnavaka - 01.05.2005, Page 49
H U N A V A K A
47
lagi er það vegurinn sem skiptir meira máli en ákvörðunarstaðurinn. Á
reiðhjóli nýt ég vegarins, missi ekki af smámununum og ofgeri ekki sál-
inni þegar ég fer með 12 km meðalhraða á klukkustund.
Að þessu sinni ætlaði ég að fara um endilangt Pólland, norðan frá
Eystrasalti suður í Karpatafjöll. Eg ætlaði að fylgja ánni Vislu sem hlykkj-
ast langt í austur og vestur á leið sinni ofan úr fjöllunum. Á þessari
stundu hafði ég lausleg áform um að halda í öðrum áfanga áfram suður
yfii' fjöllin, yfir Slóvakíu, inn í Ungveijaland niður með Dóná, um Króa-
tíu, Serbíu, Búlgaríu og Tyrkland uns ég kæmi til Istanbúl, borgarinnar á
enda Evrópu. Lausleg áform, af því frelsið er meðal annars til þess að
skipta um skoðanir og stefnur.
Af hverju Pólland? Af hverju Austur-Evrópa? Okkur á Islandi fmnst
klárlega að við eigum félag með Norðurlöndunum, við erum vel ntál-
kunnug Vestur-Evrópu, en Austur-Evrópa er fjarlægari; slavnesk, illskiljan-
leg, óábyggileg, dálítið frumstæð, kannski hættuleg og ill. Til lengdar
litið réttlætir sagan ekki neitt yfirlæti gagnvart Austur-Evrópu. Þar urðu
til voldug menningarríki um svipað leyti og Vestur-Evrópa var að skríða
saman eftir hrun Rómar. Austrómverska keisaradæmið í Miklagarði hélt
velli tæpum þúsund árurn eftir að það vestrómverska hrundi. Það var í
Norður- og Austur-Evrópu sem þjóðirnar tóku sig upp á 2. - 4. öld e.Kr.
og lögðu undir sig lönd Rómarveldis, blönduðust síðar heimamönnum
og þeirra siðum svo úr varð þetta efni sem Evrópa er gerð úr. Þó svo Evr-
ópa hafi öðlast völd og frama á nýöld, langt umfram það sem hún átti
skilið fyrir sakir stærðar og mannfjölda, má muna að fyrir löngu var hún
þróunarland sem þáði helstu nýjungar að austan. Þaðan frétti hún af
hjólinu, lwernig sitja á hest, þaðan komu indóevrópsku málin með hug-
arheimi sínum, þaðan kom sá siður að yrkja jörð og halda húsdýr.
Löngu, löngu seinna var Evrópu skipt, með því sem Churchill líkti við
járntjald, í t\'o helminga og um skeið fóru þeir ólíkar leiðir. Það kom á
daginn að leiðin sem valin var í austurhlutanum reyndist öngstræti sem
endaði í efnahagslegri stöðnun, afturför og kúgun fólks áratugum sam-
an. Enn er ekki séð hvert við í vesturhlutanum stefnum né hvar við end-
um, en einnig okkar leið er viðsjál. Við höfum vanist því áratugum saman
að líta á Austur-Evrópu sem mistök. En kommúnisminn bak \dð járntjald-
ið var aðeins ein útgáfa af jafnaðarstefnu og hún er ekki ný. Elsta heimild
okkar um samfélagstilraun í þá átt er rúmlega 4000 ára gömul austan úr
Súmeríu.
I siðmenntuðum samfélögum er og þarf að vera togstreita milli frelsis
og jöfnuðar, öðru hættir til að vera á kostnað hins. Otal sinnum hafa
samfélög misst tökin á að halda þessum gildum í þolanlegu jafnvægi,
þannig að annaðhvort hefur frelsið leitt af sér óþolandi misskiptingu
gæðanna, eða þá krafan um jöfnuð útrýmdi frelsinu. Austan við járntjald
var gerð dlraun sem mistókst, en óhófleg sjálfumgleði í vestrinu á samt