Húnavaka - 01.05.2005, Page 50
48
HUNAVAKA
ekki við. Togstreitan milli jöfnuðar og frelsis hvarf ekki úr heiminum
með hruni Sovétríkjanna og við sem erum vestan hins fyrrverandi tjalds
virðumst fjarri því að vera komin á beinu brautina.
Meðan það var og hét bárust engar trúverðugar myndir gegnum járn-
tjaldið. Það var raunar sumpart komið inn í liuga okkar sjálfra, og enn
hættir okkur til að hella öllu þar í einn pott, hugsa um fyrrverandi aust-
urblokk sem einsleita heild. Það sem viö fréttum var að allt fólkið þar bjó
við sams konar kerfi og sams konar böl, og smám saman varð þetta kerfí
miðsviðs í huga okkar. Eins og kerfíð hefði gert allt og alla eins. En þó
svo Pólland sé fyrrverandi austantjaldsríki búa þar enn kashúbar, góralar,
fáeinir askenasískir gyðingar, nokkrir sígaunar, lemkar og bojkar, fjöl-
breytni sem við sáum ekki gegnum járntjaldið í huganum. Austur-Evr-
ópa er ekki einsleit. Sennilega er hún fjölbreytilegri en Vestur-Evrópa.
Þetta langaði mig að sjá.
Svo er austantjaldsfólk fj'rirferðarmikið í hinu nýtilkomna og nýupp-
götvaða fjölmenningarsamfélagi á Islandi. Hundruðum saman heldur
það uppi heilu og hálfu byggðarlögunum. Það heldur uppi atvinnugrein-
unum, sem við viljum ekki stunda lengur sjálf en byggjum samt afkomu
okkar á.
Af hverju upp með Vislu? Þetta grútskítuga fljót, sem þrátt fyrir við-
leitni til betrunar á síðustu árum ber enn mestan óþverrann út í hálf-
dautt Eystrasaldð, er hentug leiðarhnoða. Visla hlykkjast um lungann úr
Póllandi, teygir sig langt til austurs og langt til vesturs á leið sinni sunnan
úr fjöllunum. Landamærin í austri og vestri hafa verið á sífelldu iði efdr
því hvort Pólveijum vegnaði betur eða verr í óaflátanlegum átökum sín-
um við nágrannana, en Vislubakkar hafa lengst af verið pólskir. A sléttun-
um kringum Vislu varð Pólland til fyi ir þúsund árum. Þar bjuggu fyrrum
leyndardómsfullar söguþjóðir; Gotar, Gepídar, Langbarðar. Visla rennur
um Gdansk, Torún, Varsjá, Rraká og frá henni eru stuttir krókar til
margra forvitnilegra staða.
Það mæltu mörg skynsemdarrök með Vislu en, annað kom dl. Eg er
veikur fyrir vatnsföllum, kannski af því ég ólst upp á tungunni milli Lax-
ár og Brúarlækjarins. Það var jafnmikið af brunnklukkum í Brúarlæk eins
og af laxi í Laxá og í báðum þessum vatnsföllum, svo misstór sem þau
eru, var ég margoft við það að týna lífinu. Þá er ég ekki síður veikur fyr-
ir árbókum; Bláu og Hvítu Níl efdr Alan Moorehead, Dóná eftir Claudio
Magris, Hvítá eftir Hjálmar R. Bárðarson, Brúna guðinum um Nígerfljót
og öllum bókunum um Amason. Mér fínnst það töfrandi þetta brölt
landkönnuðanna á 18. og 19. öld, þegar þeir hver á fætur öðrum fórn-
uðu lífinu, öllu fylgdarliði sínu og auðævum Hins konunglega breska
landfræðifélags, dl þess að leita ýmist að upptökum eða ósum stórfljóta
og í versta falli \’issu þeir um hvorugt en könnuðust aðeins viö miðbikið.
Stundum voru þeir týndir árum saman en komu svo fram eins og upp-
risnir menn og þá var kallaður sarnan aukafundur f félaginu. Það er eitt-