Húnavaka - 01.05.2005, Side 51
H U N A V A K A
49
hvað stórfenglegt við að leggja allt þetta í sölurnar til þess að fínna það
sem raunar aldrei var týnt, heldur ævinlega á sínum stað. Sömuleiðis
fínnst mér heillandi að lesa um skaðræðiskvikindin sem bjuggu djúpt í
hyljunum, krókódílana sem gleyptu báta með allri áhöfn nánast í einum
munnbita, voðalega rafmagnsála sem létu allt blóð storkna og verða að
köggli í æðum manna, pírana-físka sem nöguðu allt hold utan af leggjun-
um rétt á meðan menn voru að þvo tærnar, svo þeir drógu sér til undr-
unar upp beinagrind fóta sinna.
Að vísu vissi ég til þess að Visla var krókódílalaus og pólskir menn
töldu sig þekkja upptök hennar. Þau höfðu verið færð inn á landabréf.
En það er margt bréfið og frásögnum manna er ekki alltaf treystandi. í
ferðinni hugðist ég því, ef ekki fyrir hönd Islands, þá að minnsta kosti
fyrir hönd míns fæðingarhrepps, staðfesta hvar upptök Vislu væri að
fínna og flytja þangað kveðju frá Brúarlæknum.
Sultardropinn
Viðvaranir Laskowski-hjónanna reyndust sumpart yfirdrifnar. Bændur
sem ég sá á dráttarvélum virtust mér almennt vera ódrukknir, með allan
hugann við jarðyrkju og hættulausir. Hins vegar varð ég einu sinni fyrir
barðinu á ungum, feitlögnum og krúnurökuðum mönnum sem ógnuðu
ef ekki lífí mínu, þá heiðri og sóma. Sjálfur átti ég upptökin með því að
fara ekki nógu gætilega. Siðað fólk fer jafnan laumulega með sín úr-
gangsefni og vessa sem frá því koma og verður þess vegna gleymið á
hversu afskaplega ögrandi og tjáningarrík þessi efni geta orðið í mann-
legum samskiptum, einkum sé þeim klínt viljandi á aðra eða eigur
þeirra. Verri ögrun þekkist varla en að hrækja framan í mann, snýta sér í
jakkaboðung eða pissa viljandi utan í buxnaskálm hans. Egill Skallagríms-
son tjáði sig mjög eftirminnilega við Armóð bónda skegg með ælu og í
Eyrbyggju segir skilmerkilega frá þeim vandræðum og mannvígum sem
urðu með Þórsnesingum og Kjalleklingum þegar þeir síðarnefndu skitu
viljandi á þingvöllinn í Þórsnesi í stað þess að ganga afsíðis út í Dritsker.
Mér varð ekki hált á þessum meiri háttar úrgangsefnum, heldur því
þeirra sem aumast er, sultardropanum, sem líka er kallaður dauðadoppa,
glærum og gegnsæjum og raunar ekki ólíkum vatninu sem líkami manns
á mínum aldri er gerður úr að sex tíundu hlutum. Þegar einhver erting
verður í efri hluta öndunarfæranna, kuldi eða blástur, örvast framleiðsla
j:>ar á slími svo bifhárin í nefkokinu hafa ekki undan að ýta því ofan f
kok. Hjólreiðar eru kjöraðstæður sultardropanna og hjólreiðamenn
þurfa einlægt að vera að blása glærum sultardropum úr nösunum. Og
svo var um mig þegar ég hjólaði á svölu síðdegi frá Gdansk til Malbork.
Nú er hvorugur kosturinn góður, að draga upp vasaklút á fullri ferð þeg-
ar báðar hendur eru ómissandi á stýrinu, né hinn að stansa til þess, svo