Húnavaka - 01.05.2005, Síða 53
H U N A V A K A
51
dráttur eins og á stóð. Hún var ekki sátt við framvinduna og þó það staf-
aði ekki beinlínis af henni þessari sömu mildi og miskunnsemi sem Ey-
steinn kvað um í Lilju, þá fór ekki milli mála að hún mæltist til að ég
fengi grið. Hún hafði ljóst tjásuhár, sígarettu í munni og var klædd sam-
kvæmt þeirri tísku sem hæst bar þessa vordaga í Gdansk og víðar, með
naflann beran og jafnframt tvær húðfellingar ofan við hann og tvær fyr-
ir neðan hann. Þessi klæðaburður átti ekki vel við hana því hún hneigð-
ist til vaxtarlags Venusar frá Willensdorf, sem var þó algjört aukaatriði
eins og á stóð. Hún sagði við mig: „Where you come?“, en varð engu nær
þegar ég sagði til mín, kunni aukinheldur ekki meiri ensku, en þusaði
valdsmannslega við skallapiltana. Krafan um að ég hreinsaði rúðuna með
tungunni var nú látin niður falla og í þann mund sem ég nánast óbeðinn
og mest fyrir stúlkuna ætlaði þá að þerra sultardropann með vasaklútn-
um hafði vindurinn austan úr masúrísku hæðunum blásið svo lengi á
dropann að hann var horfinn og ekkert minnti lengur á hann á óhreinni
rúðunni.
Stúlkan steig á ný inn í bílinn og þusaði hátt, þursarnir luntuðust á
eftir henni. Síðan óku þau burt og ég stóð eftir á götunni. Siðmenningin
felst í að gæta óteljandi smáatriða. Sé það ekki gert brýst villimennskan
óðara fram og jafnvel sultardropi getur kostað mann - ef ekki lífið, þá
heiðurinn og sómann. Litlu síðar hélt einnig ég af stað og knúði hljólið
á móti vindinum, þeim hinum sama sem litlu fyrr hafði þerrað dropann.
Fimm metra kona
Það var ekki tækt að koma til Kíev án þess að fara austur yfir fljótið
Dnepr sem rennur um borgina. Brúin var löng en þegar ég steig á bakk-
ann hinum megin fannst mér ég hafa færst miklu meira en brúarlengd-
ina til austurs. Var ég ekki kominn til Asíu? Eða sást ekki allavega
þangað?
En annað var ímyndun og hitt sjónhverfing því Asía byrjar fimmtán
hundruð kílómetrum austar. Á árbakkanum var bara útivistarsvæði og þar
voru menn að veiða, aðrir að drekka bjór og sumir höfðu drukkið mjög
mikið af honum þó að varla væri kominn miður dagur.
Hirðingjaþjóðirnar að austan kölluðu fljótið sem seig fram undir brúnni
bara Dana. Það þýðir vatn. Don kölluðu þeir líka bara „vatn“, einnig Dóná,
því öll eru þessi nöfn af sömu rót. Þeir voru álíka ófrumlegir eins og Ingi-
mundur gamli þegar hann festi örnefni á landslagið í Húnavatnssýslum.
Grikkir kölluðu Dnepr aftur á móti Borysthenes, „Norðanfara", sem var
rétt athugað hjá þeim þó að ekki sé jjað andríkt. Dnepr er jjriðja lengsta
áin í Evrópu, 2285 kílómetra löng frá því hún kemur upp í mýrlendi og
birkiskógum norðan við Smolensk þar til hún stemmist að ósum og bland-
ast einkennilega dauðu vatninu í Svarta hafinu.