Húnavaka - 01.05.2005, Page 55
HUNAVAKA
53
inn úr hvítum marmara. Þetta var Olga drottning. í rauninni hét hún
Helga, en Rússar eru eins og fleiri þjóðir latir við að bera fram h í upp-
hafi orðs og slepptu því. Vestanvert við hana og austan voru tveir menn
úr sama efni en nálguðust að vera í trúlegri stærð. Annar var Andrés
postuli, hinn heilagur Kyril.
Olga drottning var fyrst sett á þennan stall árið 1911. Þegar kommún-
istar tóku völd í Kíev var hún möh'uð sundur ásamt félögum sínum báð-
um því þá þótti lítil prýði að þessu fólki. Taras Shevchenko, sem var
kommúnistum geðfelldari en Olga, fékk stæði á stallinum hennar um
árabil. En sá sem stendur á stalli stendur sjaldnast traust, svo einnig hann
var tekinn niður og frá árinu 1996 er Olga aftur á sínum stað.
Hver var hún þessi tröllkona?
Það verður að byrja á Oleg en hann var höfðingi sem kom norðan úr
Hólmgarði til Kænugarðs að berja niður uppreisn. Þetta var árið 882 og
hann réð síðan fyrir Kænugarði meðan ríkisarfmn var á barnsaldri. Oleg
var norrænn maður eða væringi og hét þess vegna í rauninni Helgi.
Hann var umsvifamikill og gerði árás á sjálfan Miklagarð með sæmileg-
um árangri. Auk þess var hann glöggt dæmi um að feigum verður aldrei
forðað. Því hafði verið spáð að uppáhaldshesturinn hans mundi verða
honum að bana og í forvarnarskyni var hestinum lógað. I einhverri
væmni eða viðkvæmni vildi Oleg strjúka honum dauðum um snoppuna í
síðasta sinn en þá skaust baneitraður snákur út úr hestshausnum og beit
hann til lrana.
Eftir hans dag varð Igor fursti í Kænugarði og kvæntist þessari fimm
metra háu marmarakonu. Hann braut undir sig bændalýðinn í grennd-
inni og heimtaði af honum skatta. Nú eru til margar finlegar leiðir til að
komast hjá því að borga skatta en bændurnir fyrir norðan og vestan
Kænugarð fóru ekki þær leiðir lteldur drápu einfaldlega ígor. Ekkjan
Olga tók þá völdin og sauð í henni illskan, því hún hafði átt margt ógert
með bónda sínum. Bændurnir voru hálfsneypulegir og sendu erindreka
á hennar fund til að milda hana. Þeir buðu henni hunang ef hún vildi
eða pelsa. Hún kvaðst eiga kappnóg af hvoru tveggja en mundi taka þá í
sátt, ef þeir sendu sér þrjár lifandi dúfur og þrjá spörfugla frá hverjum
bæ. Bændunum fannst þetta lítil sektargreiðsla, veiddu fuglana og sendu
henni. Olga reyndist hins vegar miklu tílfinningaríkari en þá grunaði.
Hún lét binda spotta, sem áður hafði verið velkt úr tjöru, við fótinn á
hverjum fugli og þegar húmaði um kvöldið kveikti hún í spottunum og
sleppti fuglunum lausum. Hún horfði á eftir þeim meðan rökkrið lagðist
yfir skógana, nafirnar og ána, þar sem þeir flögruðu heim á leið hver
með sína eldslóð, fyrstu flugeldarnir í sögu Rússlands. Spörfuglarnir
sneru tíl hreiðra sinna á akrinum innan um þurrt kornið sem óðara fuðr-
aði upp, en dúfurnar skriðu inn undir þakskeggin svo öll hús bændanna
brunnu til grunna. Þegar bændurnir voru með þessum hætti bæði orðn-
ir hey- og heimilislausir lét hún drepa þá flesta en gaf aðra liðsmönnum