Húnavaka - 01.05.2005, Page 56
54
HUNAVAKA
sínum íyrir þræla. Að svo búnu sneri hún sér að stjórnsýslu ríkisins og
ríkti í ellefu ár. Nestor annálsritari segir að þetta hafí borið upp á 6454,
árið eftir að Guð skapaði Adam, eða nánar dltekið árið 946. Það er ekki
fyrir tilviljun að Olga er í slagtogi við helga menn á Mikaelstorginu, því
þegar hún var laus úr stjórnsýslunni fór hún til Miklagarðs og lét skírast
til kristni.
Kirkja hinnar heilögu visku
Framundan blasti svo við mér gersemin mesta í Kíev, Sófía, kirkja hinnar
heilögu visku. Hún tók ekki einasta nafn sitt af Hagia Sofia í Miklagarði
heldur einnig lögunina. Þegar hún var reist árið 1037 hafði stórfursta-
dæmið í Kíev aðhyllst kristni í rúm fimmtíu ár. I borginni voru þá þegar
einar fjörutíu kirkjur, þ\4 Rússar eru skorpumenn. Allar eru þær nú falln-
ar utan þessi eina. Mongólar brutu og brenndu gjörvalla borgina á þrett-
ándu öld. Rauði herinn og Þjóðverjar börðust um hana. Kommúnistar
höfðu óþokka á kirkjum og brutu þær en allt þetta stóð Sófía af sér.
Sennilega er það vegna þess að á kórveggnum er mósaíkmynd af Maríu
mey, sem lyftir höndum í blessun og hefur einmitt frá fornu fari það sér-
staka hlutverk að vernda borgina og veggi hennar fyrir broti. Það má
deila um skilvirkni hennar varðandi borgina almennt en verndarmáttur-
inn náði allavega til Sófíukirkjunnar. Kirkjan hefur vissulega orðið fyrir
skemmdum en veggirnir standa og enn má virða fyrir sér helgar myndir
frá fyrstu tíð á múrnum. Kirkjan og svæðið umhverfis hana eru á
heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna og hafa verið safn frá 1934.
Þegar kirkjum er breytt í safn og sett upp miðasala í anddyrinu flytur
Guð oftast burt, þreyttur á túristum eins og flestir, en svo er ekki í Sófíu-
kirkjunni. Þar var sterk lykt af Guði og örugglega sveimar liann um uppi
í rökkrinu undir hvelfingunum á kvöldin þegar búið er að loka. Konan
sem seldi miðana mætti tuttugu mínútum of seint. Auk mín beið eftir
henni svartklædd amma með dótturdóttur sína og annaðist viðeigandi
skammir.
Það var stórfurstinn Jaróslav vitri sem lét reisa þetta mikla guðshús
Valdimar föður sínum til dýrðar. Sá hafði innleitt kristnina í Ivíev. Kirkjan
varð höfuðkirkja og miðstöð menningar og trúarlífs, steingerð sönnun
þess að Kíev var fremri öðrum borgum í ríkinu og fyllilega jafnfætis böf-
uðborgum Evrópu. Jaróslav hvílir þarna sjálfur í fornri kistu ásamt konu
sinni Irenu. Kistuna opnuðu forvitnir vísindamenn snemma á síðustu
öld og fullvissuðu sig um að beinin væru ósvikin; þau báru merki um
lömunina sem vitað er að háði þessum merka kóngi. Irena hét upphaf-
lega ekki Irena heldur Ingigerður, af því í rauninni var hún sænsk
prinsessa, dóttir Olafs Svíakóngs. Hún var því hálfsystir Astríðar, konu
Olafs konungs Tryggvasonar, sem var framhjátökubarn. Olafur Tryggva-