Húnavaka - 01.05.2005, Page 59
SIGRIÐUR HOSKULDSDOTTIR, Kagaðarhóli:
Ur hugskoti
Stundum kemur fram einhver sú umræða í þjóðfélaginu að mig langi til
þess að leggja þar orð í belg. Oftast tauta ég þá eitthvað í barminn og
svo líður það hjá. Hitt hefur líka komið íyrir að smávægileg atvik hafa
sest að í huganum og örðið að þráhyggju. Það rifjaðist upp fj'rir mér nú
fyrir stuttu þegar ungur alþingismaður lagði til að sleppt yrði ávarpsorð-
unurn: .,I Iátt\’irtur“ þar í sölum. Hvernig mér varð við þegar mér og jafn-
öldru minni af næsta bæ var heilsað: „Sælar frökenar“. Atvik sem varð
fermingarvorið okkar og við á leið til spurninga. Mér varð illa hverft við,
efast um að köld vatnsgusa hefði haft meiri áhrif eða varanlegri.
Langt er síðan ég hætti að titla þá sem ég skrifa bréf: „Herra“ eða „frú“
að ógleymdri „fröken“. Reyndar skiptist ég á nokkrum bréfurn við gaml-
an Akureyring sem skrifaði á bréfín til mín: „Fr. k.“ og tjáði mér að frá
hans sjónarmiði þýddi þetta „frjáls kona“. Lét ég mér þá skýringu vel líka.
Eitt er það tökuorð sem várðist hafa náð að þröngva sér inn í íslenskt
tungutak en ég bókstaflega fyrirlít, er „ókei“. Það flögraði að mér að bera
þetta óféti inn í Þingeyrakirkju, höfuðkirkju Húnaþings og helgasta guðs-
hús mínum dlfmningum en hætti við. Sæmundur bar að vísu erkióvin
sinn í sauðarlegg inn í kirkjuna í Odda og lét hann liggja þar meðan
hann söng messu. En mig brast þor til þess að reyna að meðhöndla
„ókei“ á sama hátt.
Einn er sá siður samtímans, af nokkuð öðrum toga að vísu, sem vekur
mér megna andúð þó að það skemmti ýmsum. Það eru „flugeldar“. Eg er
ekki hrædd við þá á sama hátt og vesalings skepnurnar en hef megna
óbeit á þeim vegna þeirra áhrifa sem þeir hafa á dýr og þeirra slysa sem
af þeim hafa hlotist. Svo „menga“ þeir. Eg sé ekkert gott við flugelda,
bara sóun, slysahættu og mengun. Þegar sjónvarpið sýnir myndir af börn-
um deyjandi úr kulda, með kalsár á höndum og fótum, þá nístir mig
sóun velmegandi þjóða.
Sjaldan ógnar mér meir livert stefnir en þegar upp kemur umræðan
um að skipta um Þjóðsönginn. Hvert andartak gefur kost á ótal hughrif-
um svo lengi sem auðna leyfir okkur að heyra, sjá og njóta. Vissulega eig-
um \ið fjöldann allan af fallegum Ijóðum og sönglögum sem auðveldari
eru í flutningi en Þjóðsöngurinn, hvort það tengist vana eða hefð veit ég
ekki. Hitt veit ég að þetta órofna listaverk, Lofsöngur Matthíasar og lag
Sveinbjarnar hefur ætíð hrifið huga minn og fyllt mig þjóðernisstolti.