Húnavaka - 01.05.2005, Síða 62
60
H U N A V A K A
Ég brosti beiskt en andaði léttar er ég sá að ég var með mínar eigin
tennur. En staðreyndin blasti \ið mér. Ég var orðin gömul kona, kannski
sjötug. Mér fannst ég vita það. Samt sem áður þá leið mér ekkert illa.
Þetta var ég sjálf hvernig sem á því stóð. Og ég var greinilega á förum.
Ég hrökk við er einhver kom inn. Þetta var Berglind. Ég vissi það strax.
Yngsta barnið mitt. En hún var ekki lengur litla fimm ára hnátan með
Ijósu krullurnar hans pabba síns. Nei, nei, þetta var hinn skörulegasti
kvenmaður, áreiðanlega fjörutíu og fimm ára. Mér fannst ég svo sem vita
þetta allt. Mig langaði helst til að skella upp úr. Jæja, var nú blessuð dúf-
an hún Berglind mín farin að hugsa um mömmu gömlu.
- Jæja, mamma mín. Þá er ekkert eftir. Við skulum drífa okkur. Ég er
viss um að þú átt ekki eftir að sjá eftir þessu. Það verða allir góðir við þig.
Svo hlýtur þú að þekkja fullt af fólki þarna á elliheimilinu. Fólk sem þú
átt samleið með.
Ég fékk hnút í magann. Linda Torfadóttir var sem sé að fara á elli-
heimili. Með sjálfri mér vissi ég að það hafði ekki verið létt verk fyrir dótt-
urina að fá mig til að flytja. Ég vissi ósköp vel að ég gat verið þrárri en sá
gamli í neðra. Auðvitað hafði ég viljað búa í húsinu mínu, horfa á sjó-
inn út um gluggan minn og vera kyrr á mínum stað í ellinni. En hvar var
Róbert? Ég þurfti ekki að spyija. Ég vissi líka með sjálfri mér að hann var
dáinn og það olli mér ekki miklum sálarkvölum. Það hlaut að vera langt
urn liðið. Elsku Róbert. Hann hafði alltaf verið mér góður og skilnings-
ríkur eiginmaður. Hann hafði líka gert sér grein fyrir að hann bjó nreð
sjálfstæðri konu, með sínar þarfir að lifa sjálfstæðu lífi. En þessi óskiljan-
lega vitneskja um dauða Róberts var eins og hvert annað þarna, stað-
reynd, búið að gerast og yrði ekki aftur tekið. Mér varð hugsað dl hinna
barnanna rninna, Kristins og Gerðar. Þau voru öðruvísi gerð en Berglind
og ég bjóst við að þau hefðu viljaö losna viö að koma mér á stofnunina,
þó að ég væri viss um að þau væru sama sinnis.
- Linda, komdu og hjálpaðu ömmu nreð töskurnar.
Ég gat varla varist brosi. Berglind mín hafði þá látið heita í hausinn á
elliheimilismatnum. Rengluleg stelpa kom inn, á að giska 12 ára. Ég vissi
reyndar að hún var það og ég fann hlýju streyna um mig alla. Hún var
ekki svo galin sú stutta. Hún var búin að reynast mér vel og það var kraft-
ur í henni, þó að renglulegur vöxturinn sýndi |tað ekki. Hún þreif tvær
töskur upp af gólfinu og arkaði af stað út. Það var greinilega þungt í
þeirn. Ég stóð enn á sama stað og Berglind horfði óþolinmóð á mig.
- Mamrna, gerðu það, komdu. Ég var búin að segja þeim á hælinu að
við kæmum klukkan t\'ö.
Ég leit á hana án þess að segja orð og gekk út úr húsinu. Ég kerrti
hnakkann og leit ekki til baka. Linda garnla ætlaði að skilja við húsið sitt
með reisn og það skyldi enginn á mér sjá hve illa mér leið. Það var ekkert
grín að vera sjötug ekkja og eiga að byrja lífið upp á nýtt. Allra síst á ein-
hverri stofnun sem ég áleit einungis biðsal dauðans.