Húnavaka - 01.05.2005, Page 65
H Ú N A V A K A
63
Allt í einu hrökk ég við. Mér varð litið yfír á næsta borð. Ég starði. Það
gat ekki verið. Gamall maður með grátt hár, hrukkur í andliti og falskar
tennur starði á mig. Nei, þetta gat ekki verið Kjartan en mér fannst þetta
vera hann. Gat það verið að þessi gamli hrukkótti maður væri Kjartan?
Strákurinn sem hafði stolið hjarta mínu þegar ég var sextán ára. Fyrsti
elskhuginn. Strákurinn sem ég hafði séð eftir í þrjú löng ár, uns ég hitti
stóru ástina mína, hann Róbert. Nei, það gat ekki verið. Ég fann að ég
var komin í uppnám svo ég flýtti mér að ljúka úr bollanum.
- Fyrirgefið stelpur. Ég á eftir að taka upp úr töskunum mínum. Ég sé
ykkur í kvöldmatnum.
- Svo spiluni við?
Ég játti því og flýtti mér svo til herbergis míns sem var númer 20. Ég
settist á rúmið. Hugsanir mínar voru allar í ruglingi að mér fannst. Gat
verið að ég væri farin að kalka?
Það var barið létt á dyrnar. Ég opnaði. Þarna stóð hann, vandræðaleg-
ur gamall maður. Þetta var Kjartan. Það fór ekkert á milli mála. Sömu
brúnu augun ljómuðu eins og í gamla daga.
- Sæl Linda. Má ég koma inn?
Ég vék til hliðar svo að hann kæmist inn. Hann tyllti sér vandræðaleg-
ur á rúmið og nuddaði saman höndunum.
- Það er gaman að sjá þig aftur, eftir öll þessi ár. Og enn ert þú jafn fal-
leg.
Undrun mín var að réna og ég sá allt í einu broslegu hliðina á öllu
þessu. Ég settist á rúmið hjá honum og hló.
- Ekki gera grín að gömlum manni, ég meina það sem ég segi.
Ég hætti að hlæja og leit á hann.
- Ég er ekki að hlæja að þér, Kjartan. Heldur okkur báðum og lífinu
almennt. Ég átti von á dauða mínum frekar en þér.
- Linda, ég veit að við erum farin að eldast. En þó erum við enn þau
sömu. Með sömu langanir og þrár sem áður.
Hann tók um hönd mína og þrýsti hana. Ég fann mér til mikillar
undrunar að ég fann fyrir tilfinningum sem ég hélt að væru fyrir löngu
dauðar. Hann hélt áfram.
- Ég veit að það er ruddalegt af mér að ryðjast svona inn hjá þér. Þú
ert nýkomin en ég gat ekki annað. Þegar ég sá þig í kaffistofunni áðan þá
varð mér ljóst að ég hef alltaf saknað þín. Ég átti yndislega konu sem nú
er farin héðan. Hún var mér allt. En þú varst nú einu sinni fyrsta ástin
mín og nú þegar hún er ekki lengur hjá mér, þá veit ég að henni fyndist
engan veginn að ég væri að bregðast henni, þó að ég segi þetta. Þó við
höfum elst Linda, þá erum við enn lifandi fólk. Það væri yndislegt ef við
gætum eytt ellinni hér saman.
Ég var djúpt snortin og mér fannst að allt sem hann sagði væri rétt.
Hann stóð upp og kyssti mig á kinnina.
- Nú fer ég Linda mín. Við sjáumst í kvöld. Þá verður þú búin að jafna
L