Húnavaka - 01.05.2005, Page 66
64
HUNAVAKA
þig á undruninni. Það tekur líka dálítinn tíma að venjast lífinu á svona
elliheimilum. Það er svo mikil breyting frá því að hugsa um sig sjálfur og
vera alveg útaf fyrir sig. En þú veist að ég bíð þín og vona að þú verðir
sólin á himni minna ellidaga.
Hann fór en ég sat eftir með hjartað órólegt í brjóstínu. Eg var viss um
að við ættum eftír að hafa mikið saman að sælda. Svona var lífið óútreikn-
anlegt. Eg gat samt ekki annað en hlegið. Berglind min hefði átt að
heyra þetta. Hún hefði bara átt að vita hvað gæti gerst ef hún púttaði
mömmu gömlu á elliheimili. Eg var ekki viss um að hún yrði ánægð ef
hún vissi að sú gamla væri komin á séns og það strax fyrsta daginn.
Kannski var margt verra en ellin, þegar allt kom til alls.
Þarna endaði draumurinn. Eg velti mér á hliðina og þrýstí mér að Ró-
bert. Það var svo dásamlegt að hafa hann hjá sér og vera aðeins þrítug.
Hann leit glettínn á mig.
- Það er naumast að þú ert kelin í morgunsárið.
Eg ansaði ekki en kúrði mig fastar að honum. Draumurinn sem slíkur
var auðvitað ekkert nema rugl. Eg trúi ekki á drauma og allra síst þenn-
an. En hann kenndi mér samt ýmislegt. Eg hafði aldrei hugsað um það
að hvort sem við erum ung eða gömul, sama á hvaða aldri við erum, þá
erum við sama fólkið. Sömu tilfinningar, langanir og þarfir. Við þurfum
öll að sá tillitssemi, ást og síðast en ekki síst skilningi. Við verðum líka að
njóta þess sem við höfum meðan það varir jn í að ekkert er eilíft. Eg kysstí
Róbert, manninn sem er mér allt og sagði:
- Eg elska þig.
Mér leið vel og ég ætla svo sannarlega að njóta þess að vera til með
honum og krökkunum mínum því lífið er dásamlegt.
Mikil gersemi ertu Gunna
Stúlka er Guðrún hét átti barn í lausaleik. Maðurinn sem barnið átti færði benni soð-
ið hangikjöt á sængina. Litlu síðar kemur faðir hennar til hennar; var hann gustmik-
ill og deildi á dóttur sína fyrir barneignina. En er deilunni lauk og karlinn sefaðist
segir stúlkan: „Viltu ekki borða hjá mér, faðir minn?“ Hann neitar því þverlega. Hún
spyr aftur: „Viltu ekki graut, faðir minn?“ Hann blótar því. Þá segir Guðrún: „Viltu
ekki kjöt, faðir minn?“ „Kjöt, áttu kjöt Gunna?“ mælti karlinn. Hún fékk honum síð-
an kjötið og glaðnaði yfir honum við það; tók hann við og fór að borða en er hann
var búinn að borða nokkuð, varð hann hinn kátasti og segir: „Mikil gersemi ertu
Gunna, hamingjan gæfi að allar dætur mínar væru komnar eins.“
Þjódsögurjóns Arnassonar.