Húnavaka - 01.05.2005, Page 68
SIGURÐUR AGUSTSSON frá Blönduósi:
Innflrðingaannáll
Elínborg Guðmundsdóttir 100 ára, 8. sept. 2003
Þegar við nú höldum upp á hundrað ára afmæli Elínborgar Guðmunds-
dóttur lít ég á það sem ánægjulegt skylduverkefni að segja nokkur orð.
Það er að vísu ekki auðvelt verk fyrir mig svo „ungan“ manninn að
gera lífshlaupi Ellu jrau skil sem vert væri, því að ég er um það bil helni-
ingi yngri en hún. En þannig háttar þó til að jjetta tímabil, þessi sl. 50 ár
hafa leiðir okkar legið samsíða.
Einnig held ég að lífshlaup hennar á fyrri liluta æfinnar hafi haft af-
gerandi áhrif á tilveru mína. Þannig háttaði til, að þegar Ella var ung,
ástfangin og nýtrúlofuð Jóni Einarssyni, þá vinnumanni á Stóru-Giljá,
missti hún föður sinn, flutti Jón þá að Kringlu heim til Ellu, heitkonu
sinnar. Við það vantaði vinnumann að Giljá. Þangað flytur þá Agúst Jóns-
son og tekur við starfijóns.
Þessi ráðahagur Jóns og Ellu verður því til |)ess að faðir minn, Gústi
bílstjóri, verður heimilisfastur á Giljá í rnörg ár. Ég ber síðan nafn þeirra
bræðra, húsbændanna á Giljá og heiti |)\ f bæði Sigurður og Jóhannes og
er stoltur af.
Nú ltef ég sagt nokkur deili á sjálfum mér en vil aðeins taka fram að
það sem hér verður sagt, er allt til heiðurs Ellu nágrannakonu úr Koppa-
götu, sagt til að láta í ljós þakkir f)TÍr samíylgdina og ekki síður til að upp-
Þessi dæmalausi skrásetjari heitir Sigurður Jóhannes
Ágústsson eins og stendur í greininni. Fæddur 1. mars
1949 á Blönduósi. Sonur Margrétar Jónsdóttur og
Ágústs G. Jónssonar.
Sigurður lærði rafmagnstæknifræði í Noregi og vann
á verkfræðistofu í Reykjavík, síðan rafveitustjóri á
Sauðárkróki árin 1976 til 2002. Vinnur nú hjá
Samorku í Reykjavík og býr í Garðabæ, ásamt konu
sinni, Onnu Rósu Skarphéðinsdóttur.
Þau eiga þrjú börn, uppkomin.