Húnavaka - 01.05.2005, Blaðsíða 69
H U N A V A K A
67
lýsa að við krakkarnir í Koppagötunni erum öll afar stolt af afmælisbarn-
inu og við óskum því innilega til hamingju með aldarafmælið.
Ella bjó í lidu húsi við Koppagötuna miðja. Húsið er að vísu liorfíð
eins og fleiri hús á svæðinu og gatan er breytt, í raun ekki svipur hjá sjón.
Þarna bjuggu þau Ella og Jón nær
allan sinn búskap en oft þurftu þau
að sækja vinnu um langan veg frá
heimilinu.
Ella vann mikið utan heimilis,
hún var m.a. ráðskona í sveit, ráðs-
kona í vegavinnuflokki, ráðskona á
hóteli, ráðskona í mötuneyd slátur-
hússins og fleira og fleira mætti
telja upp.
En fyrst og fremst var hún hús-
móðir í sínu liúsi og kona þess góða
manns, Jóns Einarssonar, sem var
annálað glæsimenni, kennari og
verkstjóri, formaður verkalýðsfé-
lagsins og ef ég veit rétt, fyrsti
slökkviliðsstjóri á Blönduósi.
Þegar ég er agnarsmár þá er Jón
með skósmíðaverkstæði í kjallaran-
um heima hjá mér og mér er í
barnsminni lím- og leðurlyktin sem
fylgdi Jreirri starfsemi. Þarna sátu þeir oft að spjalli Jón og Þorvaldur Þór-
arinsson, einnig man ég glöggt að þeir sungu mikið saman á verkstæð-
inu, Jón ogjakob bróðir minn barnungur.
Af einhverjum ástæðum þótd ekki passa að ég væri með í söngnum
en þess má geta að Jón hafði verið mikill og góður söngmaður á yngri
árum, auk þess sem hann var hagmæltur vel.
Það var fjölmenni sem bjó í Koppagötunni á þessum árum, margar
fjölskyldur og stórar fjölskyldur. Arið 1949, árið sem ég kom í heiminn,
var mjög frjósamt ár í Koppagötu. Ekki færri en 7 börn fæddust ]rað árið
og nokkur höfðu fæðst árið áður og enn fæddust þar börn árið eftir. Við
vorum ekki einmana krakkarnir enda iðaði gatan af lífl og fjöri.
Auk skósmiðsins voru þarna Björn Einarsson, húsgagna- og líkkistu-
smiður, Gúsd bílstjóri með bensín- og sælgædssölu og þarna var Gísli
góði, úrsmiður á loftinu í „Líkkistunni" hjá Jakobínu og Guðmundi í
Holti. Þau hjón sviðu hausa og lappir þarna á götunni á haustin og veittu
þannig mikilvæga þjónustu og eitthvað fleira höfðu þau sér til framfæris.
Síðan voru Stina og Hjálmar lögga, hann hafði áður verið bæði flutn-
ingabílstjóri og sjómaður. Jana og Halldór Albertsson kaupmaður áttu
stóra fjölskyldu og í Hreppshúsinu bjó dugnaðarfólk á öllurn hæðum,
Elinborg Gudmundsdóttir á 100 ára
afmœlinu.