Húnavaka - 01.05.2005, Page 73
HU N A V A K A
71
Jónshús en þad stóö vib Koþpagötuna og þar bjuggu Ella ogjón.
að ógleymdri Steinunni, dóttur Sveins Ásmundssonar, byggingameistara
frá Siglufirði og Asbúðum á Skaga, þess er byggði bæði Héraðshælið og
Félagsheimilið. Sú kona hafði, miðað \ið tíðarandann, óvenju langar og
vel lakkaðar neglur. Kristinn hafði afgreiðslu á Shell bensíni í sinni versl-
un og má enn sjá hvernig tekið var úr steypta veggnum í kringum lóð
Sæmundsenshússins á þeim stað sem bensíndælan stóð.
Sæmundsenfólkið í stóra húsinu var fjölmargt. Það var höfðingjabrag-
ur á þ\i heimili og vinnukonur við störf. Allt heimilishald bar vott um
rótgróinn virðuleika. Húsbóndi var Hermann Þórarinsson frá Hjalta-
bakka, maður sem allir báru virðingu fyrir. Hann var sparisjóðsstjóri, odd-
viti, hreppstjóri, sýslunefndarmaður og varaþingmaður svo eitthvað sé
nefnt, hafði líka verið snjall íþróttamaður á yngri árum. Kona hans var
Þorgerður, dóttir Þuríðar Sæmundsen sem þarna bjó á sínu gamla heim-
ili og rak bóka-, hannyrða- og álnavöruverslun í húsinu. Það er ekki vitað
til þess að á nokkru heimili á Blönduósi hafi sést virðulegri borðstofu-
liúsgögn en í Sæmundsenhúsinu. Börnin í húsinu voru mörg, fædd á ár-
unum 1940 til 1960. Oll settu þau sinn svip á mannlífið þarna fyrir innan
á og gera dæturnar Silla og Lullý það enn, enda vel til forystu fallnar.
I kjallaranum í Sæmundsenhúsinu hafði Blönduóssbakarí aðstöðu til
að baka en |dó bara rúgbrauðið í seinni tíð. Blönduóssrúgbrauðið var
landsþekkt fyrir gæði. Við krakkarnir fengum oft að hirða afskorninga
eða skorpuna eins og það var kallað. Húni rak bakaríið þegar skrásetjari
var að komast til vits en bakaríið var fyrirtæki sem stóð á gömlum merg,
áður hét bakarinn Agúst og var Sunnlendingur. Sjálft bakaríið, sem var
hús sem kallað var Klemensarhúsið, eftir Klemensi Þórðarsyni bifreiða-
syóra, var í horni Sæmundsenlóðarinnar og snéri framhliðinni að „torg-