Húnavaka - 01.05.2005, Page 74
72
HUNAVAKA
inu“ framan við hótelið og erum við þá stödd í miðju alheimsins. Bak-
aríið hefur sennilega ekki verið stórt að flatarmáli en í minningunni var
þetta mikið fyrirtæki og þarna var margt fólk í vinnu og hægt að setjast
niður við borð í búðinni og væri í útlöndum nefnt „konditorf*. Þarna
keyptum við líka mjólk sem Ingibjörg í bakaríinu jós úr brúsum á minni
ílát. Lára Bogey vann þarna líka þegar Arni Sigurðs krækti í hana. Þann
17. júní og á Húnavökum var seldur ís í kramarhúsi í bakaríinu. Uppi á
lofti bjuggu Húni og Stína fyrstu búskaparárin, síðar var það setið af ýms-
um - og oft var þar gleðskaparfólk.
Hótelið var menningarmiðstöð
Hótel Blönduós var risafyrirtæki. Þar var miðja alheimsins og þar var
tengingin við umheiminn, þar stoppaði Rútan og þar áðu vöruflutninga-
bílarnir. A þessum árum tók langan tíma að ferðast milli Akureyrar og
Reykjavíkur og oftar en ekki var gist á leiðinni. Var oft margt urn mann-
inn á hótelinu og er skrásetjara í minni hve þröngt og hættulegt gat ver-
ið að renna sér á skíðasleða niður Sýslumannsbrekkuna og eftir
aðalgötunni þegar rútum og flutningabílum var lagt báðum rnegin göt-
unnar. Þarna varð maður líka áskynja um komu jólanna, ekki svo að jóla-
sveinar færu um á sleðum, heldur var það eplalyktin sem fylgdi
flutningabílunum í desember. Þá var jólalykt af eplum og bílarnir fluttu
bæði eplin og jólin norður.
Snorri Arnfinns var hótelhaldari og það gustaði af þeim hjónum, Þóru
og honum. Hótelið var menningarmiðstöð og þar voru haldnir fundir,
böll, skákmót og aðrar samkomur. A eftir Snorra eignaðist Þorsteinn frá
Hamri hótelið. Snorri og Þóra bjuggu í gamla Hemmertshúsinu vestan
við hótelið og vestan við húsið Blöndu en svo nefndist húsið sem innrétt-
að hafði verið fyrir gistingu en var áður verslunarhús. Þar verslaði Guð-
mundur Kolka um tíma. Snorri og Þóra áttu helling af strákum og tvær
stelpur, þær Ingu Jónu og Siggu Stínu. Strákarnir hétu grimmum nöfn-
um eins og Geir, Þór, Kári, Valur, Orn og Sævar.
Norðan við Snorrahúsið er Pétursborg. Pétursborgin er frá sama tíma
og Hemmertshúsið, þ.e. frá upphafstímum verslunarstaðarins og þess
má geta að vestan við Pétursborg og Hemmertshús hafði staðið þriðja
húsið. Það var rifið kringum 1930 og flutt og endurbyggt í Blöndudals-
hólum og stendur þar enn. Skrásetjari kann sögur af því þegar Agúst og
Zophonías bílstjórar fluttu húsviðina á sínum þriggja tonna vörubílum
fram í Blöndudalinn. Þeir óku Svínvetningabraut svo langt sem þeir
komust en síðan á ísilögðum vötnunum, Laxárvatni og Svínavatni. Þeir
skemmtu sér á bakaleið við að láta bílana renna og snúast á svellinu.
Þetta hefur örugglega verið tilkomumikill glæfraakstur!
I Pétursborg bjuggu ýmsir en þó lengst af Jósafat Sigvaldason og Ingi-