Húnavaka - 01.05.2005, Page 75
H Ú N A V A K A
73
Gamli bærinn. Hægra megin á myndinni sjást húsin vid Koppagötuna,
Jónshús, Kistan o.fl. Fyrir micni mynd Sjúkrahúsid ogLœknishúsvb sambyggt.
björg með sín börn, þaujón Inga, Sigvalda, Jónínu og Pétur. Þau bjuggu
í norðurendanum. I miðju húsi bjuggu Himmi Snorra og Gerða og áður
foreldrar Himma, þau Snorri Kristjáns ogjóhanna. I suðurenda man
skrásetjari eftir Hansínu, móður Stínu Hjalla og síðar eftir ýmsum sem
leigðu þar stuttan tíma í senn, helst aðfluttum vinnustúlkum á ýmsum
aldri.
Þarna vestur í sandinum stóð rörasteypan sem Asgeir Þorvaldsson rak.
Hann var bróðir Þórarins á Hjaltabakka og faðir Valla og Tolla og þeirra
systkina. Anna og Valli byrjuðu sinn búskap í Asgeirshúsinu og héldu
minkahund sem ástæða var til að bera virðingu fyrir. Síðan verður að
nefna Búnaðarsambandsverkstæðið sem einnig var í sandinum en auk
búnaðarsambandsins höfðu þar aðstöðu fyrir bílana sína þeir feðgar,
Zophonías og Zophonías (Dússi) ásamt Kidda Snorra, Himma og Arna
Sigurðs. Framan við verkstæðið var lengst af stærsti pollur sem sögur fara
af. En milli verkstæðis og Snorrahúss var hóteltúnið, þar sem fótbolti var
spilaður löngum, jafnframt því sem þar voru þvottasnúrur hótelsins.
Svo var hús sem bókstaflega var í flæðarmálinu og hét bara Sandur,
eða Sandurinn. Þar hafði búið Þorlákur Jakobsson með sína fjölskyldu.
Fjölskyldan f Sandinum flutti síðan út fyrir á og var upp frá því kennd
við Vélsmiðjuna Vísi, þótt lengi vel og jafnvel enn sé talað um bræðurna
í Sandinum, þá athafnamenn, Valda, Pétur, Einar og Sibba.
I Sandinn fluttu þá Kristján Snorrason og Anna Tryggva sem bjuggu
þar með dæturnar, Þóru og Kolbrúnu, þar til þau fluttu í Helgafellið. A
milli Sandsins og Helgafells voru tvö hús, Asgeirshús kennt við Asgeir