Húnavaka - 01.05.2005, Page 76
74
II U N A V A K A
múrara Þorvaldsson og húsið þeirra Kristófers og Dómhildar. Kristófer
var hagleiksmaður og fékkst við útskurð og eru víða til á húnvetnskum
heimilum útskornir munir eftir hann. I þetta hús fluttu síðar Þórunn
Péturs og Ari Hermanns og var þar heimili þeirra þar til Ari drukknaði í
Húnavatni sumarið 1973.
Helgafellið byggði Helgi Sveinbjörnsson, oft kenndur \dð Meðalheim
á Asum, síðar við Þórormstungu í Vatnsdal. A miðhæðinni bjó Ari Guð-
mundsson, liann var sonur Guðmundar í Holti ogjakobínu sem áður
eru nefnd. Hann vann í kaupfélaginu, listrænn maður og nákvæmur.
Sonur hans er Gummi Ara, ákaflega sterkur varnarmaður í fótbolta. A
efri hæð bjuggu Helgi og Helga með synina, Kalla og Guðmund. Hjá
þeim leigði Björn Bergmann kennari. Kalli var fyrirmynd okkar sem
yngri vorum, foringi í skátastarfinu, driffjöður í útileikjum og fótbolta,
einnig afreksmaður í langhlaupum og skáldmæltur. Helga var einn af
máttarstólpunum í leikfélaginu, sérstaklega þrifin kona. Helgi rak apó-
tekið á jarðhæðinni í árafjöld, nú er þar verslun ATVR. Hann ræktaði
líka kartöflur af ástríðu út í Selvíkinni eins og títt var um fleiri Blönduós-
inga.
Hægt að stelast í rifsber
Rétt við Helgafell og aftan við kirkjuna er Tilraun. Uppi bjó Páll Stefáns-
son, vörubílstjóri frá Smyrlabergi með Huldu, konu sinni og börnunum,
Bjarna og Asdísi. Niðri bjuggu foreldrar Huldu, þau Bjarni Bjarnason og
Ingibjörg. Bjarni var hreppstjóri eða oddviti á árum áður. Hann var góð-
ur í reikningi - kunni þríliðu. Þau héldu kú lengur en flestir bæjarbúar.
Aður var barnaskólinn í Tilraun og þar kenndi Þuríður Sæmundsen
mörgum Blönduósingnum lestur, skrift og reikning og jafnvel undir-
stöðuatriði í dönsku.
Hinum megin við götuna, undir sýslumannsbrekkunni, var verslunin
Valur sem Konráð Díómetersson rak. Þar afgreiddi Kiddi Þorsteins og
Hanni Ki istjáns, líka hin glæsilega kona, Sigga Þorsteins, kona Konna.
Dóttir þeirra er Magga Konna og sonur Siggu var Þorsteinn Bjarkan, eft-
irminnilegur drengur og félagi okkar sem yngri vorum. Kiddi og Sigga
voru börn Margrétar og Þorsteins sem bjuggu í Þorsteinshúsi sem var og
er eitt virðulegasta húsið á Blönduósi. Þessi fjölskylda var eins konar
framhald af gamla kaupmannaveldinu á staðnum, ásamt Sæmundsen
fjölskyldunni. Þegar kosningar nálguðust var í Þorsteinshúsi ævinlega
rekin kosningaskrifstofa sjálfstæðismanna. Þarvoru þá helst viö störfþeir,
Kiddi Þorsteins, Hermann Þórarinsson og Pétur Sæmundsen sem kom
að sunnan, úr Iðnaðarbankanum til að taka þátt í baráttunni í heimabæ
sínum. I garðinum voru rifsber sem hægt var að stelast í á haustkvöld-
um.