Húnavaka - 01.05.2005, Side 77
H U N A V A K A
75
Við hlið Þorsteinshúss er hús Jónasar Bjarnasonar, elsta steinhús á
Blönduósi. Jónas var lengi elsti íbúi bæjarins og mörgum er í fersku
minni þegar hann, háaldraður, gekk Norrænu skíðagönguna á Blöndu
1957 og hafði einn langan staf, að forn-norrænum sið, í stað venjulegra
skíðastafa. Við ungmennin vorum látin fylgja honum á göngunni. Jónas
var frá Litladal og hans seinni kona var Ingibjörg Sigurðardóttir, móðir
Húnfjörðs bakara. I Jónasarhúsi hófu foreldrar skrásetjara, þau Agúst og
Margrét, búskap sinn. Var það þægilegt fyrir Margréti sem var matráðs-
kona á Spítalanum sín fyrstu búskaparár á Blönduósi.
Næsta hús er stórhýsi, það er, Læknisbústaðurinn og gamli Spítalinn,
sambyggt. Þar var Páll Kolka héraðslæknir og Ingibjörg, þ.e. Björg Kolka,
húsmóðir. Mér er til efs að Húnvetningar almennt hafi, fyrr eða síðar,
borið meiri virðingu fyrir nokkru öðru fólki. Skrásetjari, sem var mjög
ungur þegar spítalinn var aflagður og flutt var í Héraðshælið, á þó minn-
ingar frá starfseminni, man eftir sótthreinsunarlyktinni og getur í hugan-
um hvenær sem er rifjað upp skipulag innanhúss. Arið 1954 skar Kolka
botnlangann úr skrásetjara, til aðstoðar var Brynleifur Steingrímsson,
Davíðssonar skólasþóra. Það kostaði 7 daga legu á stofu 1 en þaðan sá út
um glugga yfir á tröppurnar í Hreppshúsinu þar sem félagarnir voru að
leik í glaða sólskini.
Einnig er ógleymanlegt þegar Björg læknisfrú lét sækja okkur nokkra
drengi (bara drengi) úr næstu húsum og setti okkur til stofu að hlýða á
séra Friðrik Friðriksson leiðtoga KFUM. Hann tók okkur á hné sér og
kyssti okkur í gegnum skeggið sem lyktaði af vindlum. Á eftir gaf hann
okkur mynd af sér. Þetta mun hafa orðið okkur til mikillar gæfu á lífs-
leiðinni.
A gamla Spítalanum voru til húsa þau mæðgin, Magnea og Hjalti í
apótekinu.
Milli spítala og samkomuhúss bjuggu Zophonías bílstjóri og Guðrún
Einarsdóttir. Hún var af ætt Vatnsenda-Rósu og í bakhúsinu voru Gréta
og Dússi með dæturnar, Fanneyju og Sigrúnu, seinna Kolla og Guðjón.
Þarna var vel hirtur blómagarður. Hann lá að húsi Hjálmars Eyþórssonar
og það var reynsla fyrir því að ekki var vogandi nema hetjum að stytta sér
leið í gegnurn þann garð og yfir í garð hjá Birni Einarssyni. Við Pétur
Hjalla, gerðum þetta ekki oft.
Það drundi vel í salnum
Samkomuhúsið á horninu var gríðarlega stórt. Þar var íbúð og Sparisjóð-
ur Húnavatnssýslu á neðri hæð. A efri hæð var samkomusalur, með leik-
sviði og bíói, stiginn upp í salinn var einn sá brattasti sem sögur fara af.
I sparisjóðnum réði Hermann Þórarinsson ríkjum. Þetta var virðuleg
stofnun, stórt skrifborð með stórum bókum og mörgum stimplum og