Húnavaka - 01.05.2005, Side 78
76
H U N A V A K A
þerripappírsrúllu. Skrásetjari átti sparisjóðsbók nr. 3515 sem á höfðu ver-
ið lagðar kr. 330 í ágúst 1949, sennilega eftir að séra Pétur hafði ausið
drenginn vatni. Vextir það árið voru 5,94 kr. Þarna voru hreppsnefndar-
fundir haldnir og málefni hreppsins ráðin. Staðnum fylgdi viðkunnan-
leg lykt og sérstakt andrúmsloft.
Minningar úr samkomuhúsinu eru óteljandi, bæði er að faðir skrásetj-
ara var húsvörður og bíósýningastjóri í hjáverkum í mörg ár og móðirin
tók þátt í störfum Leikfélags Blönduóss sem þar stóð fyrir leiksýningum
ár hvert. Það kom í hlut fjölskyldunnar að halda húsinu hreinu og raða
bekkjum og stólum fyrir sýningar og aðstoða skemmtikrafta á allan
mögulegan og ómögulegan hátt. Þ\ í trúir enginn sem ekki sá hve þetta
hús gat tekið til sín mikið ryk og óhreinindi á einni kvöldstund eða hve
mikið verk var að flytja eitt píanó af einum stað á annan en það var alltaf
fyrir. Þá var bíóið þannig að gera varð hlé í hvert skipti sem skipta þurfti
um spólu, þannig að alltaf voru ein 4 til 5 hlé á hverri sýningu. En það
var betra að spólurnar væru sýndar í réttri röð en það gat gerst að röðin
ruglaðist og varð söguþráðurinn því ekki alltaf nákvæmlega réttur en
þetta gerðist ekki oft. Það var Guðmann Hjálmarsson sem seldi miðana
og Björn Einarsson reif af þeim og passaði að ekki kæmust aðrir inn en
höfðu aldur til. Einnig var Þorleifur Arason oft til aðstoðar. Verst var hve
sýningatækin voru léleg og biluðu mikið, lágu þá sýningar niðri, stund-
um vikum saman.
Það drundi líka vel í salnum þegar Valdi í Vísi fór með ljóðið: Við mér
taka vildi' ei neinn/var svo nefndur Skugga-Sveinn, í samnefndu leikrití
- sígildu. Skrásetjari telur sig hafa sótt svo vel leikæfingar þegar Þrír skálk-
ar voru sýndir að liann hafi nánast getað þulið allt leikritið upp úr sér
viðstöðulaust en þetta eru sennilega einhverjar ýkjusögur.
Uppi á Sýslumannsbrekkunni var, eins og nafnið bendir til, aðsetur
sýslumannanna, feðganna Guðbrandar ogjóns Isbergs. Þar var og er enn
ein hæsta flaggstöng sem sögur fara af. A sýslumannssetrinu fæddust
drengir svo hratt að varla var tölu á komið en þegar dóttirin kom í heim-
inn tók fyrir frekari fæðingar hjá embættinu. Jón sýslumaður var ekki
bara }4irvald er menn báru virðingu fyrir, hann var líka leiðtogi og vernd-
ari skátastarfsins og naut sem slíkur sérstakrar virðingar ungdómsins.
Aður en fleiri hús tóku að rísa á brekkunni voru þarna víðáttumikil
tún sem sýslumenn notuðu fyrir sinn búskap því að þeir höfðu bæði
hesta og sauðfé og voru þannig þátttakendur í bústriti alþýðunnar á
staðnum. A túninu á brekkunni var oft skautasvell á vetrum þar sem við
ungmennin renndum okkur urn leið og við nutum útsýnisins yfir á
Strandafjöllin í vestrinu, alveg norður á Geirólfsgnúp. Skammt sunnan
við túnin rann Litladalslækurinn en þar var ævintýraheimur okkar barn-
anna. Gegnt nýja sýslumannshúsinu var gamla sýslumannssetrið, Sunnu-
hvoll, þar bjuggu Elísabet og Stefán frá Gili í Svartárdal. Þau voru mikið
og vandvirkt handverksfólk, foreldrar Ingibjargar ljósmóður.