Húnavaka - 01.05.2005, Síða 79
H U N A V A K A
77
Á brekkubrúninni byggðu svo Valli og Anna sitt íbúðarhús og fluttu
úr Ásgeirshúsinu með börn og hund. Stuttu síðar byggðu svo Trausti og
Stella, dóttir Ellu Jóns, sitt hús á brúninni. Hinum megin \dð kirkjugarð-
inn byggði Sigurgeir Magnússon og flutti úr Hreppshúsinu, áður hafði
Jón Isberg byggt þar við hliðina húsið sem seinna var, vegna búsetu Sverr-
is Markússonar, kallað dýralæknishúsið. Þegar Sigurgeir flutti suður með
sitt fólk rann það upp fyrir söguritara að það var ekki náttúrulögmál að
fólk byggi alla ævi á sömu þúfunni, jafnvel þótt því liði þar vel.
Næstu nágrannar \ið söguritara, í gamla Friðfinnshúsinu, voru Guð-
ríður og Ari Jóns ásamt Ingu dóttur sinni, Bíi (Björn) sonur þeirra, var
fluttur í Borgarnes. Ari bílstjóri, sem reyndar var sýsluskrifari, hafði áður
verið bílstjóri hjá Kristjáni á BSA og ekið rútu milli Akureyrar og Reykja-
víkur/Borgarness. Þá voru rútubílstjórar með kaskeiti og í uppháum leð-
urstíg\'élum, reimuðum. Ari tók alltaf bensín í Shell-sjoppunni á Fordinn
sinn árgerð 1955, kl. 22.00 á gamlárskvöld en fór svo gangandi á mið-
nætti í Sæmundsenhúsið og óskaði fólki þar gleðilegs árs. Þetta voru góð-
ir siðir.
Kristinn og Ingileif bjuggu á Bjargi, með Magnús, Sigrúnu og Ásdísi,
áður en þau fluttu að Kleifum en þá fluttu Bjössi Eiríks og Alda á efri
hæðina en Vigdís og Eiríkur í kjallarann. Þau voru afbragðs grannar, Ei-
ríkur og Vigdís, þau áttu kú sem var hornbrotin og frekar hafði skrásetj-
ari horn í síðu hennar. Nestistaska Eiríks var úr selskinni. Vigdís var
kennari að mennt og af Guðs náð og hafði stundað kennslu í áratugi
fram um sveitir, mest þó í Sveinsstaðahreppi og þá bjuggu þau Eiríkur í
Skólahúsinu. Á Osnum stundaði hún kennslu heima hjá sér og tók
krakka í aukatíma eins og það var kallað. Um tíma mátti segja að hún
ræki skóla því að svo mörg börn sóttu kennslu hjá henni, jafnvel börn
utan fyrir á.
Skrásetjari sótti tíma hjá Vigdísi, aðallega í íslenskri málfræði og réttrit-
un. Lærði t.d. að forskeytin eru and- auð- for- mis- ó- tor- og ör. Vigdís
sagði skrásetjara frá því að þegar hún nam við Kennaraskólann í Reykja-
vík, þá hefði Þórbergur Þórðarson verið um tíma með henni í skólan-
um. Henni þótti Þórbergur undarlegur maður. Eitt sinn, í frímínútum,
tefldu þau saman skák og þar kom í skákinni að Vigdís drap kóng Þór-
bergs en hann tók ekki eftir því og hélt skákin áfram nokkra stund eftir
fa.ll kóngsins. Það er þekkt að Þórbergur var ekki lengi í Kennaraskólan-
um en í Ofvitanum er góður kafli um veru hans þar og í mínum huga er
það engin önnur en Vigdís sem í sögunni þylur upp úr Dýrafræði Bóasar
viðstöðulaust og án þess að fatast helstu einkenni og mismun á hófdýrum
og klaufdýrum.
Vigdís hafði ekki lært algebru og ekki þurft að kenna hana á sinni tíð
en á efri árum fannst henni ótækt að geta ekki veitt unglingum tilsögn í
þeirri grein. Hún tók það því upp hjá sér að læra algebruna og skrásetj-
ara hlotnaðist sú ánægja að geta lagt sinni velgjörðarkonu lið við þann