Húnavaka - 01.05.2005, Page 81
HUNAVAKA
79
arhúsi og Jóhann Jóhannsson (Jói stóri) faðir Valda stóra í Hlöðufelli.
Seinna bjuggu þar Valdimar Jóhannsson og Ráðhildur með dótturina
Hólmfríði. Mangi bjó í Mangaskúrnum en síðar bjó þar Ki istbjörg Pét-
ursdóttir, ekkja Björns Eysteinssonar, þess fræga bónda á Réttarhóli og í
Grímstungu í Vatnsdal, föður Vigdísar kennara. Ki istbjörg átti prjónavél.
Þessi hús eru nú öll horfin en hinum megin götu er Mágaberg, áður
Fögruvellir, hús Guðmundar Agnarssonar og Sigurunnar (Nunnu). Guð-
mundur var annálaður hestamaður og var kjötmatsmaður í sláturhúsinu.
Skrásetjari vann ein þrjú haust í kjöthúsinu hjá Guðmundi. Byijaði á að
trilla skrokkum eftir brautum en náði síðar þeirri tign að skera og eða
saga frammúr á skrokkunum. Það var ábyrgðarstarf. Gaman var að sjá
Guðmund taka gæðinga sína til kostanna á ísilagðri Blöndu á góðviðris-
dögum. Guðmundur hné niður á hesti sínum, Andvara, þegar hann var
í broddi fylkingar í hópreið hestamanna 1969.
Skúli Ben er líka eftirminnilegur. Hann var orðinn aldraður þegar
skrásetjari man eftir honum en var enn að fást við járnsmíðar. Þótt hann
bæði tinaði og titraði, dundaði hann sér við að smíða hringa fyrir smá-
stelpur. Hringarnir voru með 10 eyringi eða 25 eyringi og snéri skjald-
armerkið upp. Skúli hafði á fyrri árum orðið þekktur fyrir viðgerð á
vélaröxli eða skrúfublaði úr útlendu skipi en það var löngu fyrir tíð sögu-
manns. Endalok Skúla voru dapurleg en hann lá andaður í rúmi sínu í
einhverja daga án þess að við grannar hans vissum af. Þess skal getið að
hann var afí Hafsteins Björnssonar miðils.
Einarsnes var búgarður Agústs og Margrétar, foreldra skrásetjara. Þau
keyptu slotið, samkvæmt afsalinu, af Sigurlaugu sálugu Hannesdóttur
1941 á 4000 kr. A afsalinu stendur einnig, „Einar Andrésson byggði bæ-
inn um aldamótin, en áður hafði verið þar útgerð." Einar var faðir
Bjarna Einars, vélamanns og leikara, einnig afí bræðranna í Sandinum.
Þarna hafði Agúst búskap, kindur, kýr og hænsni.
I bænum sem var áfastur hlöðunni bjó Þorbjörg Sigurjónsdóttir, ásamt
Herberti syni sínum og Ingibjörgu (Imbu) rnóður sinni. Tobba saumaði
einu sinni bláar buxur á skrásetjara og það voru fínar buxur. Herbert
bar út póstinn og notaði við það sérstaklega eftirminnilegan magasleða,
grænan að lit og sérbúinn til verksins. Hann seldi líka okkur ungu veiði-
mönnunum í Blöndu öngla og girni, sjálfur var hann snjall veiðimaður,
enda alinn upp á klöppunum við ána. En Einarsnesi fylgdu reyndar t\;ær
netalagnir frá gamalli tíð. Þegar Þorbjörg og Herbert fluttu suður árið
1955, flutti Jónína Valdimarsdótdr á Einarsnesið. Hún flutti síðar til
Skagastrandar með Kristfnu dóttur sína.
A móti Einarsnesi og á bak við Pálshlöðuna og Mangaskúrinn er Bali.
Þar bjuggu Lóa ogjósep Indriðason. Þau höfðu áður búið í Hannahúsi
þar sem kjörbúð KH reis síðar ofan við pósthúsið og einnig í litlum bæ á
bakkanum rétt ofan við Einarsnesið. Börn Lóu og Jóseps voru 6, Brynja
yngst og Sverrir sem heitir Guðmundur fyrir sunnan, þá Ari skáld sem