Húnavaka - 01.05.2005, Síða 83
H U N A V A K A
81
Á sömu slóðum en vestan við veginn var lítill skúr sem sögumaður
kom oft í því að þar var dælubúnaður íyrir vatnsveituna og Ágúst hafði
þá umsjón með vatnsveitu Blönduóss og þurfti oft að koma við í þessum
skúr og fylgjast með dælingu. Þá rifjast það upp fyrir skrásetjara, að á
þessum vatnsveituárum þurftí hann oftsinnis að hlaupa hús úr húsi með
miða sem á var skrifað, að vatnið yrði tekið af klukkan þetta eða hitt, í svo
og svo langan tíma vegna viðgerða.
Ekki langt frá dæluskúrnum var lítill bær, Þorleifsbær, sem foreldrar
Þóra Þollleifs bjuggu í, þau Þorleifur og Alma. Hún sat oft við prjóna sú
kona og þegar skrásetjari barðist þangað með jólapóstinn í hríðinni þá
vildi hún að póstmaðurinn stoppaði og hlýjaði sér. Þarna lá stígur niður
að Ólafshúsi og mátti stytta sér leið eftir honum en mógrafirnar voru
hættulegar.
Efst við Hreppaveginn er Brautarholt. Þar bjuggu Kristbjörg og Bjarni
Halldórsson, ásamt börnunum, Brynju og Gunnari, Sigríður var farin að
heiman. Það þarf ekki að taka fram að allt þetta fólk hafði skepnur og
átti tún og voru því smábændur en unnu síðan almenna verkamanna-
vinnu þegar hún gafst og flestir unnu á sláturhúsinu á haustin.
Skrásetjari átti margar ferðirnar eftir Hreppaveginum þegar hann rak
kindur föður síns frá Einarsnesi upp á tún eins og það var kallað, síðan
voru ærnar sóttar að kveldi. Þetta var góður göngutúr og ágætis skyldu-
verk fyrir drenginn, veðrið gat að vísu verið slæmt og þá sveið í augun
undan hríðinni en þær voru auðreknar kindurnar því þær rötuðu þetta
sjálfar.
Undir sneiðingnum upp á Miðholtið var lítið hús sem bar nafnið
Veðramót, þar bjuggu Lárus Jóhannsson og Anna Björnsdóttir. Sonur
þeirra, Hörður, gekk menntaveginn og hringdi stundum heim, þá fór
skrásetjari með kvaðningu til þeirra hjóna og þau mættu á símstöðina á
ákveðnum tíma. Hörður starfaði mörg ár í menntamálaráðuneytinu en
hefur nú nýverið látið af störfum vegna aldurs. Hann var knár íþrótta-
maður og tók þátt í héraðsmótum og 17. júní mótum á yngri árum.
Uppi á melnum var Hvassafell, þar bjuggu Torfhildur og Páll Eyþórs-
son með sín börn, þau Önnu, Óskar, Hauk og Ingvar sem voru á sama
reki og skrásetjari en þau voru fleiri börnin. Fjölskyldan flutti síðan burt
og settist að í Grindavík.
Sunnan við réttina er húsið Vellir eða Vallholt, þar man skrásetjari eft-
ir fullorðnu fólki sem átti rætur í Gunnfríðarstaði, Hamrakot á Bakásum
og Hvamm í Langadal. Þar bjó Viðar Aðalbjörnsson, síðar garðyrkju-
bóndi í Borgarfirði, hjá afa sínum Valdimari og þangað kom skrásetjari
með félaga sínum, Guðmundi Arasyni, í heimsóknir.
Þá bjuggu Ingibjörg Stefánsdóttír ljósmóðir frá Gili og Þorsteinn söng-
stjóri á Fornastöðum sem er næsta hús. Þeirra börn eru Hængur tann-
læknir og Lissý. Hængur var listrænn föndrari á yngri árum og er
væntanlega enn.