Húnavaka - 01.05.2005, Page 84
82
H U N AVA K A
Undir brekkunni, neðan við dýralæknishúsið og hús Sigurgeirs og
Lóu, var hús Margrétar og Kristjánsjúlíussonar, Vegamót, þau voru orð-
in fullorðin og börnin búin að stofna eigin heimili þegar hér er komið
sögu og hafa sum þegar verið nefnd í þessum skrifum, nema Hallbjörn
og Ivar sem voru yngstir. ívar varð fyrir þ\'í óláni að sprengja af sér fíngur
við fikt á haglaskoii. Hann settist að á Akureyri og átti konu frá Sauðár-
króki. Sigurbjörn og Margrét bjuggu síðan í þessu húsi og áttu fjölda
barna.
í Agústubænum, sem í raun hét Lindarbrekka, bjuggu Stefán Þorkels-
son og Agústa Jósefsdóttir. Stefán var smiður og verkalýðsleiðtogi og
áhugasamur um rekstur Samkomuhússins. Þar lágu leiðir hans og Ágústs
bílsþóra saman en eins og áður segir hafði sá síðarnefndi með rekstur
þess merka menningarhúss að gera. Góðnr samgangur var á milli heim-
ilanna og stundum var tekið í spil á vetrarkvöldum og stundum þurfti
skrásetjari að lesa fyrir Ágústu.
Nú er að lokast spunahringurinn, þ\’í við erum komin að Sólheimum,
húsi Dadda og Lilju sem áður er mirinst á og var þá látið eins og húsið
stæði við Koppagötuna en það er tæpt að halda því fram. Þarna bjuggu
leikfélagar skrásetjara, bræðurnir Unnar og Rúnar og systirin Ninný og
síðan Hulda lang)'ngst.
Áður er þess getið að Hótel Blönduós hafí verið miðja alheimsins á
þessum tíma og ekki skal dregið úr þeirri fullyrðingu en önnur miðja var
eða samnefnari fyrir það fólk sem hér hefur verið talið upp. Eins og áður
er sagt þá átti þetta fólk flest kindur og á haustin var réttin á Miðholtinu
miðja alheimsins. Þar var Bjarni Halldórs í Brautarholti réttarstjóri og
stjórnaði með myndugleik eins og stórbændur gera í alvöruréttum.
Þarna var margt fé og þótt ekki hafi verið stórbændur á Ósnum, þá var
safnið stórt þegar saman kom og það munaði um féð frá Kleifum og
Hnjúkahlíð.
Á haustin vann flest þetta fólk í sláturhúsinu en sláturhúsið var fyrir
utan á og því ekki tekið með í þennan spuna.
Allt sem gerðist fýrir utan á tilheyrir öðrum heimi og öðrum spuna og
er hér mál að linni Innfirðingaannál.
Janúarstaka árið 2005
Djúpar fannir fýlla ból,
feikn af veðrahljóðnm.
Hressist lund er hækkar sól,
hér á norðurslóðum.
Ingibjörg Eysteinsdóttir