Húnavaka - 01.05.2005, Side 91
II U N A V A K A
89
ir nokkra stund hrópaði Hallgrímur að sigla á stjórnborða. Hafði hann
þá orðið Gunnars var og örskömmu síðar sá ég hann aftur með borð-
stokknum, setti vélina fullt aftur á bak, en Hallgrímur náði í bjarghring
og eftir örskamma stund var Gunnar kominn um borð. Það vakti okkur
Hallgrím ugg að við vissum ekki hvort Gunnar var syndur. Hann hefir
um allangt skeið verið búsettur fyrir sunnan og þótt ég þekki fjölskyldu
hans allvel, vorum \ið ekki mikið kunnugir.
Við þökkum Sigurði og Gunnari fyrir greiha og goöa frásögn af þessum sér-
stceða atburöi og óskum þeim farsœldar í framtíöinni.
Kólka tröllkona
Það segja menn að tröllkona sú er Kólka héti ætd byggð eður helli suður undir
Skjaldbreið en færi til vers norður í Hafnarbúðir á Skaga og ætti þar steinnökkva.
Bóndi sá bjó í Höfnum er henni var vel til og er það sagt að hann spyrði hana eitt
sinn hvar best væri til fiskjar komið, því jafnan reri hún miklu lengst í reginhaf út-
norður. Hún leit við bónda og kvað:
Mið veit ég mörg,
Malklett á Björg,
einu gildir þó Kaldbakinn kali
og Kyrpingsfjall yfir Leynidali,
komi þar engir, (kolmúlugar) úr kafi,
Þá er ördeyða í öllu Norðurhafi.
Það var eitt sinn þá alskipa var róið í góðu veðri að Kólka reri úr hafi á nökkva
sínum og kallaði tíl Hafnabónda: „Mál er í land bóndi, því nú verða margar ekkjur á
Skagaströnd í kveld“. Bóndi tók þegar í land að róa en er á miðja leið kom rak á
æsingaveður og er kerling sá reri hún að skipi hans og knýttí því aftan í nökkva sinn
og reri síðan sem ákafligast. Létti hún eigi róðri þeim áður hún tók land í Grútarvík
vestan undir Búðunum. Var hún þá ákaflega móð og þyrst, gekk að tjörn einni við
Hafnarbúðir og svalg vatn úr henni stórum. En fyrir þaö að full er hún með margs-
háttar orma og eðlur þá lét hún það um mælt að engum yrði illyrmi það að meini og
sagt er það hafi ræst. En svo sagði hún frá þessum róðri sínum: „Fyrst reri ég hnáttvör,
svo reri ég brattvör, þá reri ég bláan, svo reri ég gráan, svo sletti ég nokkrum kelling-
arslæpum, síðan reis ég á og reif aftur úr og lét koll fylgja kjöl. Vissa ek enga 12 karla
betur gera“.
Sagt er þá beiddi hún bónda af gefa sér vettlinga. Bóndi stikaði (24) 12 stk. vað-
máls og gaf henni. Seinna fann hún bónda og mælti: „Laklega var dregið bóndi, vant-
aði í alla þumlana!“ Stikaði hann þá (12) 3 álnir og fékk henni.
Kólkutjörn er sú tjörn kölluð er Kólka drakk úr og er úr henni tekið neysluvatn á
Hafnabúðum. Það er sagt að áfanga hefði hún á Kúluheiði er hún færi suður og
sunnan frá Skjaldbreið. Þar heitir nú Kólkuflá.
Syrpa Gisla Konráðsssonar.