Húnavaka - 01.05.2005, Page 94
INGVAR ÞORLEIFSSON, Sólheimum:
Neðanjarðarhöll með
listaverkum úr salti
Lagt var af stað frá Leifsstöð snemma morguns þann 16. júní 2001. Flog-
ið var með Flugleiðavél og lent á Kastrupflugvelli eftir lljóta og góða flug-
ferð yfir Atlantshafið. Þarna voru samankomnir fimmtíu Islendingar sem
voru á vegunt Bændaferða á leið til Póllands. Fararstjórinn, Guðni Rún-
ar Agnarsson, tók á móti okkur. Hann er sonur, Agnars Guðnasonar, sem
rekur nú og á ferðaskrifstofuna ásamt fjölskyldu sinni.
Okkur var vísað á rútu sem var á bílastæðinu. Bílstjórinn var Islend-
ingur, Bjarni Hjaltalín Ingólfsson, snaggaralegur náungi. Rútnbíllinn var
greinilega kominn til ára sinna. Voru þetta nokkur vonbrigði því að þeir
bílar sem notaðir böfðu verið í bændaferðum hafa verið sem nýir og oft-
ast frá þýska fyrirtækinu Aschenbrenner. Þarna voru mættir tólf ferðafé-
lagar úr Rúmeníuferð Bændaferða sem farin var árið áður.
Stutt er frá flugstöðinni að Eyrarsundsbrúnni sem tengir saman Dan-
mörku og Svíþjóð. Brúin er feiknalegt mannvirki. Hluti hennar eru upp-
fyllingar en sjálf brúin er rúmir níu km að lengd og þar sem hún er hæst
yfir sjó er strengjabrú, eins og margar bi-ýr hér á landi en stöplar og
strengirnir sem halda þessari brú uppi eru engin smásmíði. Þarna eiga
stærstu hafskip að geta siglt undir.
Þegar við vorum að konia að brúnni byrjaði vél bílsins að hiksta. Þetta
ágerðist eftir því sem lengra var ekið inn á brúna og að lokum drap hún
á sér og fór ekki í gang þrátt fyrir margs konar aðgerðir bílstjórans og
góðar ábendingar faijaeganna. Umferðin á brúnni var fremur lítil og
Bjarni kom rútunni inn á hjóla- eða gangbraut úti við handriðið svo að
umferðin truflaðist ekki að ráði. Utsýni þarna af brúnni var stórkostlegt
og héldu allir ró sinni nema helst fararstjórinn og bílstjórinn sem
hringdu í allar áttir eftir aðstoð. En tíminn leið og enginn kom. Frekar af
rælni en vissu um árangur startaði Bjarni bílnum að nýju og viti menn,
nú fór vélin í gang eins og ekkert væri og við komumst yfir til Svíþjóðar,
þó aðallega með því að bíllinn rann undan brekkunni niður eftir brúnni.
Þar komu viðgerðamenn á dráttarbíl sem litu á vélina og sögðu að lítið
væri að, aðeins loft þar sem það ætti ekki að vera, eins og við farþegarn-
ir vorum raunar búnir að segja.
Nú var haldið til Lundar í Svíþjóð. I bænum eru menntastofnanir á