Húnavaka - 01.05.2005, Page 98
96
H U N A V A K A
borgina. Eitt af þ\’í sem notað var gegn honum í kosningum síðar var að
hann hefði bruðlað með almannafé og byggt stórhýsi yfír sig og fjölskyld-
una. Það hús, sem okkur var sýnt, var þó hvorki stærra né íburðarmeira
en gott einbýlishús á Islandi.
Eftir síðustu heimsstyrjöld var borgin að stórum hluta rústir einar,
einkum við höfnina. Þar var þó allstórt svæði með hálfhrundum húsum
eins og þau litu út í stríðslok án nokkurrra sjáanlegra lagfæringa. Eg fór
inn í þetta hverfi af rælni, einn míns liðs en ekki hafði ég langt farið þeg-
ar mér varð ljóst að notagildi svæðisins var annað en sem sögulegar
stríðsminjar. Þarna hafðist viö í rústunum og umhverfis þær í tjaldhrauk-
um fjöldi útígangsfólks sem leit mig lieldur óhýrum augum svo ég þóttist
góður að kornast klakklaust frá þessari óþarfa hnýsni minni.
I borginni eru margar stórar og fagrar byggingar sem hafa verið end-
urbyggðar í upprunalegum stíl. Stinga þær nokkuð í stúf við þau fáu hús
sem auðsjáanlega eru komin til ára sinna en höfðu sloppið frá eyðilegg-
ingum stríðsins. Við ókum talsvert um borgina með innlendum leiðsögu-
manni sem sagði frá því helsta er fyrir augu bar. Hér má sjá risastórar
íbúðablokkir sem byggðar voru handa verkafólki á tímum komúnism-
ans, var stærð hverrar íbúðar miðuð við 7 fm gólfpláss á íbúa. Til að sjá
eru blokkirnar einna líkastar fuglabjörgum eins og við þekkjum þau
stærst hér á landi.
Eitt af þ\í sem við skoðuðum var skartgripaframleiðsla. Var þetta fjöl-
skyldufyrirtæki sem hét Michel. Sögðust |tau vera stærst í þessari fram-
leiðslu í Póllandi. Skartgripirnir voru aðallega úr „ramín“, sem er kallað
raf á íslensku, en það er harpís eða trjákvoða sem er að finna í timbri og
trjám. Sögðust þau sækja ramínið í Eystrasaltið en þar hefðu verið stór-
vaxnir skógar fyrir árþúsundum sem lentu í hafinu þegar hafsbotninn
seig en trén grotnuðu niður. Harpísinn í trjánum rann saman og harðn-
aði með árunum og myndaði kúlur við að velkjast í sjónum. Þau gerðu
svo út á þessar rafveiðar til að fá efni í skartgripina.
Rafið líkist helst rauðbrúnu eða gulu plasti. Það er sagað, sorfið og
pússað eftir gerð og lögun skartgripanna. Síðan er silfurvír lóðaður á
brúnirnar að utan og tengt saman með silfurkeðjum. Þetta var vel unnið,
smekklegt og ódýrt að sumir sögðu. Var landinn ekki lengi að gera þarna
mikil og góð kaup. I kaupbæti fékk svo allur hópurinn pólskan bjór að
drekka og íslenski fáninn var dreginn að hún á flaggstöng við húsið. Var
þetta í eina skiptið sem við sáum hann í ferðinni og gladdi það augu og
hjörtu okkar.
Borgin er þrifaleg, lítið sem ekkert rusl á strætum og torgum en það
sem vekur athygli ferðalanga er veggjakrot á flestum húsveggjum svo hátt
upp sem mannshöndin nær. A sumum húsanna mætti ef til vill kalla
þetta útilistaverk og ef það er skoðað með jákvæðum huga má víða sjá
sama handbragð á mörgum veggjunum.
Ain Visla rennur gegnum Pólland frá suðri til norðurs og urn borgina