Húnavaka - 01.05.2005, Page 100
98
H Ú N A V A K A
stríð en Þjóðverjar létu þá fá stórt landsvæði á landamærum ríkjanna í
stríðsskaðabætur.
Skemmtigarður borgarinnar er gríðarlega stór og vel skipulagður og
hirtur. Þar eru stór opin svæði, tjarnir, skrauthýsi og hallir. Leiðsögumað-
urinn sagði að Þjóðverjar hefðu haft garðinn alveg fyrir sig rneðan þeir
réðu yfír borginni. Þar liefðu dvalið háttsettir menn úr hernum sér til
hressingar og skemmtunar. I garðinum er stór minnisvarði um tónskáld-
ið Frédéric Chopin. Hann var fæddur 1810 en lést 1859. Minningu hans
eru einnig gerð góð skil á reisulegu sveitasetri utan við borgina sem við
skoðuðum. íbúðarhúsið er í upprunalegri gerð og myndir af honum og
fjölskyldunni prýða veggi. Húsmunir, hljóðfæri, nótnabækur og fleira úr
búslóð hans er þarna til sýnis. Umhverfís húsin er stór og vel skipulagður
trjá- og blómagarður. Um hann hlykkjast allstór lækur í ótal bugðum og
smá fossum sem gerir umhverfið breytilegt og mjög sérstakt.
Á leiðinni heim á hótelið var komið við á vinnustað. Þar unnu 15-20
stúlkur við að skrautmála silkislæður. Húsið, sem þessi starfsemi fór fram
í, var úr sér gengið og hafði áður verið notað sem járnsmíðaverkstæði.
Um laun sín við þessa iðju vildu þær fátt segja en okkur skildist að þau
væru langt undir umsömdum launatöxtum í landinu en launin eru 40-50
dollarar á mánuði. Atvinnuleysi er hér mikið eða um 16 % svo margir
neyðast til að vinna fyrir lág laun. Gjaldmiðillin hér heitir slotý (Zlotych).
Verðgildi þess er miðað við 100 íslenskar krónur 32- 33 slotý.
Síðasta daginn, sem við vorum í Varsjá, átti að nota til að líta í verslan-
ir og útimarkaðinn. Veðrið hafði verið gott þann tíma sem við höfðum
ferðast hér um, hitinn um 25 stig en lítil sól. Á leið okkar í miðborgina
virtist veðrið vera að versna, komin rigning með vindhviðum. Rútan
mátti ekki fara inn í miðborgina og því varð að setja okkur út á bílastæði
alllangt frá aðalverslunarhverfmu. Nú skyldi hver sjá um sig en vera rnætt-
ur á ákveðnun tíma og stað síðdegis. Sumir voru með regnhlífar og þótt-
ust færir í flestan sjó en flesdr voru illa klæddir og skóaðir dl að vera úti
í vondu veðri.
Fólkið dreifðist þarna um í verslanirnar og á veitingastaði. Minna varð
úr kaupum en ætla mætti. Vöruúrval var lítið og margt sem fékkst pass-
aði ekki fyrir smekk okkar og sköpulag, verðlag var einnig hærra en búist
var við. Matvara og vín eru þó á mjög lágu verði. Hér er feiknastór mark-
aður með vörur sem eiga að höfða til ferðafólks, sjá mátti, hér og annars
staðar þar sem við fórum, að Pólverjar eru farnir að gera mikið út á
ferðaþjónustu.
Þegar á daginn leið versnaði veðrið með hvassviðri og úrhellisrign-
ingu. Allt lauslegt, sem ekki tókst að bjarga í hús, fauk um stræti og torg.
Lauf og greinar fuku af trjánum og það rigndi eins og við köllum „hellt
úr fötu“. Niðurföllin tóku ekki allan þennan vatnsflaum sem úr loftinu
kom svo að víða mynduðust tjarnir og lækir á götunum.
Fólk liélt sig innarihúss í verslunum og á veitingastöðum en þar varð