Húnavaka - 01.05.2005, Page 108
106
H Ú N A V A K A
strák sem sá gaf sem fékk síðasta spilið sem unnið var á. En það var t.d.
hjartatía sem var þá alltaf miðað við þegar spilin voru spurð.
Þetta var nú bara byrjunin. I mínu ungdæmi voru mörg ljón á vegin-
um og fullt af þulum sem áttu að upplýsa hvernig hjónabandið gengi til.
Fyrst var þá bónorðsferðin. Var spilunum nú flett upp og fór ferðin eftir
því sem þau komu upp.
Byrjun: Hjartanlega leggur hann af stað. Tígullega gengur honum
ferðin. Sposklega gengur hann í hlað. Lygilega ber hann að dyrum.
Tígullega kemur hún fram. Hjartanlega heilsast þau. Sposklega býður
hún honum inn. Hjartanlega þiggur hann það. Lygilega býður hún hon-
um sæti. Sposklega þiggur hann það. Tígullega ber liann upp bónorðið.
Hjartanlega segir hún já, ef rautt spil kemur upp og er þá framhald. Ef
svart spil kemur upp þýðir það nei og þá er sagan búin.
Skýring: Hjarta er hjartanlega, tígull er tígulega, spaði er sposklega og
lauf er lygilega. Við látum nú allt fara vel og þá eru ástamálin könnuð
og spilunum flett upp þar til kemur að síðasta spili, það er hjartatía. Byrj-
un: Elska þig af öllu hjarta, yfírmáta, ofurheitt, harla lítið, ekki neitt.
Þetta var svo endurtekið þar til hjartatían kom upp og fór þá ástin eftir
því hvar hún lenti í þulunni.
Svo var þá ferðalagið, hvernig hann ferðaðist, og það var þannig:
Vagn. fákur, bifreið og börur: Og spilunum síðan flett á sama hátt.
Húsnæði var einnig kannað og þá var þulið: Höll, liús og hreysi: Og
það síðasta sem ég man eftir var hvernig gekk að komast upp í hjóna-
sængina og þá var þulið: Koppurinn, stokkurinn og sængin. Þegar þetta
var allt komið í hús, var einhver blessunarlega kominn í hjónasængina.
Gjörum þá graut úr öllu saman
Einu sinni bjó prestur nokkur með bústýru. Hann var í öllum ráðum með henni í
matarstörfum og tilhögun á mat. Einn sunnudag messaði hann sem oftar. Bústýran
spurði hann að áður en hann gekk í kirkju hvað hún ætti að gera við flóningarmjólk-
ina ef hún ysti. Prestur svaraði ef svo illa færi skyldi hún koma út að kirkjudyrum og
skyldi hann þá gefa henni vísbending. En svo fór að gellir varð úr mjólkinni. Hún
gekk í kirkjudyrnar og prestur sér hana. Þá segir hann upp úr ræðunni: „Gjörum þá
graut úr öllu saman, börn Guðs elskuleg." Býstýra lét sér þetta að kenningu verða og
gerði graut úr öllu saman.
Þjódsögur Jóns Arnasonar.