Húnavaka - 01.05.2005, Page 116
114
H U N A V A K A
urnar verða hærri. Hann gengur á stéttinni en stígur yfir sprungnu hell-
una og þá litlu því það gerir hann alltaf.
Matarlyktin segir honum að inni á Hóteli sé hópur af fólki, útlendingum,
sem á eftir, þegar kvöldar meir, gengur niður að sjónum og horfir á sólina,
af malarkambinum \dð gamla verkstæðið, þar sem hún hvílir sig andartaks-
stund á haffletinum við sjóndeildarhringinn áður en hún hverfur.
Dekkin á bílnum með háu númerunum spýta grjóti og þyrla upp ryki
þegar hann skýst upp sneiðinginn neðan sýslumannshússins á leið suður,
því við stýrið er ungur maður með sólgleraugu og sígarettu og við hlið
hans annar en stúlkur túberaðar aftur í sem skrækja eins og til var ætlast.
A stéttinni við gamla spítalann er annar bíll á þremur hjólum og út úr
gamla líkhúsinu, dekkjaverkstæðinu, ryðguðu brúnu bárujárnshúsi, heyr-
ast samræður dekkjaviðgerðarmannsins í bláum olíublettuðum sloppi og
bíleigandans. Háværar athugasemdir sem hann hlustar á af gömlum vana
en stendur stuggur af því hávaðanum fylgja ónot og reiði, finnst honum,
og þess vegna fer hann alltaf tregur með hjólið til hans þegar það bilar.
En nú er það í lagi og þegar hann hefur sett boltann á bögglaberann
hjólar hann niður götuna.
Við samkomuhúsið á horninu heyrir hann í hljómsveit sem er að byrja
að spila og út um opnar dyrnar finnur hann lyktina af fólkinu á ballinu
nýbyrjuðu, af ilmvatni, sígarettum og víni og líka af leiktjöldum baksviðs
sem minna á apríldagana og Húnavökuna þegar snjóinn var að leysa af
götunni í sólbráðinni á daginn en á nóttunni ennþá frost og þá líka
ómur af leik og dansi frá samkomuhúsinu „sangumúsinu“, kvöld eftír
kvöld í heila viku þegar allir vöktu og hann líka því móðir hans var að
leika og líka frændi.
Vegurinn upp með ánni er holóttur eins og alltaf og liann fylgir vinstri
brúninni nær ánni, framhjá húsi vinar síns að bugðunni þar sem vaxa
hvannir og njóli og hann gætir að veiðistöðunum, klöppunum, þar sem
liggja færin með sökku og öngli og ánamaðki, sem hafði verið undir
steini hjá hreppshúsinu bak við slökk\istöðiua.
A miðri brúnni nemur hann andartak staðar og heldur sér í handrið-
ið og horfir á hringiðuna í ánni þar sem örugglega eru laxar og silungar
og sér líka undirstöður nýju brúarinnar sem verður stór og þá fer sú sem
hann er nú að hjóla yfir, það sögðu smiðirnir, en hvert veit hann ekki og
heldur áfram því völlurinn er handan árinnar hjá Kvennaskólanum því
Félagsheimilið er búið að leggja undir sig þann gamla og bráðum á að
byggja meira.
Inni á túninu við Kvennaskólann tekur hann boltann af bögglaberan-
um og gengur í áttina að ósléttum vellinum þar sem æfingin er að byrja
og stóru strákarnir að kjósa í lið og fær að vera með. Það er góð tilfinn-
ing inni í honum öllum og hann horfir á tóman skólann og engar stúlk-
ur enn sem kannski verða eftir þegar vorar, þ\4 enn er sumar þó skammt
sé til haustsins.