Húnavaka - 01.05.2005, Page 129
H U N A V A K A
127
um sem voru mér tiltækar í minninu er hentaði að grípa til þeirra. Síðan
hefur smátt og smátt safnast í sjóðinn en þegar aldur færist yfír sljóvgast
minnið. Þá verður maður að grípa pennann og blaðið svo að ekki fari
allt í súginn og nú orðið á ég nokkurt hrafl af vísum á blöðum. Hér á
eftir set ég nokkrar stökur, eftir föður minn, frá mínum barnsárum.
Lýðum þróast þrautin gróf,
þorri ei bjó í haginn.
Finnst mér nóg um frost og snjó,
fyrsta góudaginn
Víst mig óa við því finn,
vansæld þróar lýðum,
ef hún góa gengur inn
með gaddi, snjó og hríðum.
Tvær frá hans síðustu dögum.
Aður drakk ég öl á krám með öðrum sveinum.
Sit nú einn við sumblið holla,
sykurlausan kaffibolla.
Það ég ráðið fegurst finn,
felast náð á Drottins.
Af því bráðum eg held minn
æviþráðinn fullspunninn.
Fjölskyldan
Svanhildur Sóley Þorleifsdóttir, kona mín, var fædd 9. september 1934 í
Sólheimum í Svínavatnshreppi, dóttir hjónanna, Þorleifs Ingvarssonar
og Sigurlaugar Hansdóttur. Við giftum okkur árið 1953 og eignuðumst
fjögur börn. Þau eru: Þorleifur, fæddur 21. júní 1954, Sigurlaug, fædd
29. júní 1955, Þórunn, fædd 4. júní 1960 og Ragnhildur, fædd 5. nóvem-
ber 1963. Svanhildur andaðist 13. apríl 1988.
Eg bjó einn í húsi mínu í þrjú ár og seldi það svo. Arið 1991 fórum
við Anna Margrét Tryggvadóttir að búa saman. Hún er dótdr hjónanna,
Trygg\'a Jónassonar og Guðrúnar Jónsdóttur, sem bjuggu í Finnstungu.
Aíina er fædd 3. desember 1919. Hennar eiginmaður var Krisþán Snorra-
son, fæddur 26. janúar 1918 - dáinn 15. nóvember 1990. Þau áttu tvær
dætur: Þóru, fædda 31. desember 1948 og Kolbrúnu, fædda 5. maí 1950.