Húnavaka - 01.05.2005, Page 145
HUNAVAKA
143
Sölufélag Austur-Húnvetninga er félag um afurðasölu sem er í eigu
bændanna og á það og rekur sláturhús á Blönduósi. Við erum svo
heppnir að hafa sláturhúsið þar því að annars þyrftum við kannski að
keyra langar leiðir með gripi dl slátrunar. Það eina sem er að í sambandi
við Sölufélagið er að allt of fáir Islendingar vilja \inna þar í sláturtíðinni
á haustin svo að leita þarf til útlanda að starfsfólki.
íþróttir
I sýslunni eru fímm ungmennafélög og þau eru: Ungmennafélag Ból-
staðarhlíðarhrepps, Ungmennafélagið Geislar, Ungmennafélagið Vor-
boðinn, Ungmennafélagið Hvöt og Ungmennfélagið Fram. Þessi félög,
ásamt golffélögum og hestamannafélögum í sýslunni, mynda Ung-
mennasamband Austur-Húnavatnssýslu.
\Fir sumarið eru reglubundnar æfingar en á veturna er því miður ekk-
ert starf hjá Bólhlíðingum, Geislum og Vörboðanum.
Héraðsmót er haldið yfir sumarið og er stigakeppni á milli félaganna.
Félögin hérna hafa alið upp mjög góða íþróttamenn, t. d. Einar Karl
Hjartarson og Sunnu Gestsdóttur. Til þess að geta haldið þessu áfram
þarf Ungmennasambandið að fá styrki til að geta haldið fleiri æfingar
og gert það skipulega.
Tvö síðustu sumur hafa Bólhlíðingar og Geislar tekið sig saman og far-
ið með knattspyrnulið á stórmót í Reykjavík sem nefnist Rey-cup. Knatt-
sp}Tnudeild Þróttar heldur þetta skemmtilega mót þar sem krakkar, bæði
íslenskir og erlendir, hittast og spila saman knattspyrnu.
Skólar
I sýslunni eru þrír grunnskólar og eru þeir á Blönduósi, Skagaströnd og
Húnavöllum. Skólinn á Húnavöllum er fyrir krakkana í sveitinni og eru
um 100 nemendur í skólanum. A Húnavöllum er frekar lítið félagslíf,
t.d. eru diskótek einu sinni í mánuði og íþróttaæfingar einu sinni í viku.
I skólanum er rekið Edduhótel á sumrin. A Blönduósi og Skagaströnd
eru leikskólar en gæsluvellir uppi í sveitunum.
Enginn framhaldsskóli er á svæðinu en það mætti hugsa sér að það
yrði byggður framhaldsskóli eða háskóli, t.d. á Blönduósi. I kringum
skóla af þessu tagi þyrfti að byggja margar góðar íbúðir fyrir nemend-
urna og myndi það skapa mikla vinnu fyrir byggingaverkamenn. Ekki
yrði bara vinna fyrir þá því að líka þyrfti að byggja upp ýmiss konar þjón-
ustu kringum skólann.
Uppi hafa verið tillögur um að byggja Textílháskóla á Blönduósi og er
það mjög góð hugmynd.
Mikil gróska er í tónlistarlífi í sýslunni, sérstaklega hjá yngri kynslóð-
inni. I Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu eru margir nemendur að