Húnavaka - 01.05.2005, Page 147
HTJNAVAKA
145
un. Margir eru komnir með fjölskyldu og dýrt nám að baki og þurfa vel
launaða vinnu.
Einu sinni var það talið sjónarmið af fólk fengi að búa þar sem það
helst kysi að búa. Margir segja að það eigi að leggja niður ýmsar sveitir og
ýmis þorp vegna þess að það sé ekki hagkvæmt efnahagslega að styrkja
byggðarlögin. En er ekki alveg eins hægt að flytja vinnuna til fólksins?
Þá spyr maður, hvað þarf að laga? Fyrst
og fremst má ekki vera launamunur á milli
dreifbýlis og suðvesturhornsins því að það
er ekkert ódýrara að lifa og framfleyta sér
úti á landi. Þá þarf að vera hægt að
rnennta börnin sín til framhaldsnáms í
heimabyggð því að það er mjög dýrt að
þurfa að senda mörg börn í skóla langt í
burtu. Auk Jtess sem framhaldsskóli skap-
ar mörg atvinnutækifæri og ákveðna rót-
festu byggðanna.
Möguleikar landsbyggðarinnar eru
miklir, til dæmis í sjávarútvegi, vegna þess
hve stutt er á fengsæl fiskimið og þá þarf
að fullvinna aflann í sjávarþorpunum. Eins
er með landbúnaðinn. 1 tengslum við sláturhúsin á að vera kjötvinnsla
og fullvinna matvöruna heima í héraði og í mjólkursamlögunum á að
vera ostagerð, mjólkurpökkun og annar mjólkuriðnaður. Þetta skapar
vinnu og verðmæti sem verða eftir í héruðunum.
Fiskeldi er búgrein sem margir telja að geti skilað arði. Þá eru virkjan-
ir og framkvæmdir þeim tengdar atv'innuskapandi. Alverin á að byggja
úti á landi þar sem fallvötnin eru. Ymsar ríkisstofnanir má hæglega flytja
út á land, þá flyst fólk með sérþekkingu með störfunum og fleira og
fleira má telja upp.
Þegar svæði eru orðin rnjög fámenn er félagsleg einangrun orðin mikil
og félagslíf fábreytt, t.d. sönglíf, leiklist, klúbbastarfsemi, námskeiðahald og
fleira. Maðurinn er félagsvera og oft heyrist í viðtölum að fólk segi að það sé
ekki hægt að halda úti félagslífi vegna fólksfæðar. Eg held að þetta eigi eftir
að breytast. Maður er farinn að heyra fólk segja að það sé minni spenna og
afslappaðra að búa úti á landi. Ef stjórnvöld standa að öflugri byggðastefnu
á komandi árum, þá kemur fólkið, skólar, leikskólar, sjúkrahús og aðrar
þjónustustofnanir verða fullnýttar, hagkvæmnin eykst og ekki verður þörf á
endalausri uppbyggingu á þessum stofnunum á Reykjavíkursvæðinu.
Margir sögufrægir staðir
Hér á eftir langar mig til að segja frá hvernig ég vil efla heimabyggð
mína, Húnavatnssýslu. A Blönduósi vil ég sjá fjölbrautaskóla sem sérstak-