Húnavaka - 01.05.2005, Page 148
146
HÚNAVAKA
lega tengist matvælavinnslu þar sem hér er mikil matvælaframleiðsla,
bæði mjólk og kjöt og einnig rækjuvinnsla og fiskveiðar. Þá ættu að koma
þar þjónustustörf á sviði veitinga og hótela og þá kemur ferðaþjónusta
upp í hugann. Fjöldi ferðamanna eykst ár frá ári og Húnavatnssýsla lief-
ur mjög mikið upp á að bjóða. Margir sögufrægir staðir eru í sýslunni, til
dæmis Þingeyrar, Þrístapar, Hof í Vatnsdal o.fl. Gönguleiðir og reiðvegir
um fjöll og heiðalöndin eru ótæmandi. Margar góðar laxveiðiár eru í
héraðinu sem skapa og geta skapað enn fleiri störf. Víða eru mjög góð
veiðihús við árnar sem standa ónotuð á veturna. Þar mætti bjóða upp á
aðstöðu fyrir vinnuhópa, saumaklúbba, ættarmót, námskeið og ráðstefn-
ur. Sveitafólk gæti þjónustað þessa gesti, bæði eldað og haft þjónustu
heima á sveitabæjum, t.d.hestaleigu eða sýnt dag í sveit að vetrarlagi sem
mörgum þætti ef til vill nýstárlegt.
Þá vil ég efla landbúnað í héraðinu. Hér eru mikil heiðalönd sem nýt-
ast vel til sauðfjárræktar og einnig mikil ræktanleg lönd sem kúabúskap-
ur þarf. Húnavatnssýsla er miðsvæðis milli Reykjavíkursvæðisins og
Akureyrar, þannig að stutt er á markað með afurðirnar. Þróunin hefur
verið sú að bændabýli fara fyrst í eyði næst þéttbýlinn, þannig að sífellt
þarf að sækja vöruna lengra og lengra.
Hrossarækt þarf að stunda og tamningar og sölu á íslenska hestinum
úr landi. I sambandi við iðnað myndi ég vilja sjá rísa iðnfyrirtæki sem
gæfi 100 manns vinnn. Það mætti vera hvar sem væri í sýslunni, til dæm-
is á Skagaströnd. Ef það rætist er framtíð Húnavatnssýslu björt og það
vona ég.
SUNNA GYLFADÓTTIR, Skagaströnd:
Hvað get ég gert fyrir heimabyggðina?
Vidurkenningjyrir vel hugsada ritgerð í 8. bekk
I þessari ritgerð ætla ég að fjalla um hvað ég get gert fýrir heimabyggðina
mína. Þetta er verkefni sem - Landsbyggðin lifi - stendur fyrir og áttum
við í bekknum að taka þátt í því.
Lítið um afþreyingu
Ég á heima á Skagaströnd sem er lítill bær á Norðurlandi. Hér búa tæp-
lega 600 manns og mest af ungu fólki. Þetta unga fólk býr flest hérna
vegna þess að við höfum einn togara og þar er hægt að fá atvinnu. Þetta