Húnavaka - 01.05.2005, Page 149
HUNAVAKA
147
er mjög rólegur bær og næstum ekkert félagslíí. Samt hef ég lifað ágætis
lífi hér nema hvað manni leiðist Jdví að það er svo lítið hægt að gera.
Við höfum skóla, íþróttahús, leikskóla, verslun, hárgreiðslustofu,
snyrtistofu, rækjuvinnslu, fiskvinnslu og útgerðarfyrirtæki. Það er ekki
mikið meira af fjTÍrtækjum eða stofnunum
hér. Aðalatvinnan er útgerð, fiskvinnsla
eða sjómennska.
Eins og bærinn er í dag er J^að ekki
mjög spennandi valkostur fyrir ungt fólk
að flytja hingað. Það er fábreytt atvinna og
lítið af afþreyingu. Eins og stendur er eng-
in félagsmiðstöð hér á slóðum en núna er
elsta stigið í grunnskólanum á fullu að
vinna að félagsmiðstöðinni og ef vel geng-
ur verður hún komin á skrið fyrir skólaslit.
Þá er einnig stefnt að því að skrá hana í
Samfés og þá mun félagslífið batna mikið.
Eitthvað er um íþróttamennsku hérna
og flestir krakkanna æfa af kappi. Einnig
er tónlistaráhugi í bænum og við höfum tónlistarskóla. Það er Tónlistar-
skóli Austur-Húnavatnssýslu sem er í fullu starfi hér og á Blönduósi og
Húnavöllum.
Indæl hugmynd að láta að sér kveða
En hvað get ég gert fyrir bæinn minn? Það er stóra spurningin. Ef ég vil
gera eitthvað fyrir þetta blessaða bæjarfélag, þá myndi ég verða að afla
mér góðrar menntunar og koma henni til skila hér í bænum. Það er nú
margt sem vantar hérna og þar ber að nefna: sjúkrahús, lögreglustöð,
lystigarð, plötubúð, fleiri verslanir og svona mætd lengi telja. Þess vegna
er það indæl hugmynd að láta að sér kveða og dl dæmis stofna eitt slíkt
fyrirtæki hérna.
Svo gæd ég líka verið virkur meðlimur í allri þeirri tómstundastarf-
semi sem er hér í bæ. Með því að vera jákvæð og taká þátt í starfseminni
gæti ég gert marga góða hluti. Auðvitað þarf ég að láta að mér kveða,
þ.e. að koma hugmyndunt mínum á framfæri og reyna að láta fólk hlusta
á þær og síðast en ekki síst fylgja þeim eftir.
Reyna að breyta hugsunarhætti fólks
Eins og staðan er í dag, þá langar mig ekkert að eiga heima hérna þegar
ég verð fullorðin. Mér fmnst ekki vera spennandi atvinnutækifæri ltér og
lítið um afþreyingu fyrir bæði börn og fullorðna. Til þess að breyta þess-